Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1972, Side 44

Andvari - 01.01.1972, Side 44
42 JÓN GÍSLASON ANDVABX neina bóklega fræðslu eða tilsögn í tónlist, enda voru drengir sendir í skóla eins fljótt og nokkui' kostur var á. Skólaganga 'þeirra liófst venjulega, þegar þeir voru sex ára að a'ldri eða þar um bil. Áður höfðu þeir numið ýmsar dæmisögur og ævintýri af fóstrum sínum, svo og sitt hvað urn guðina. Platón segir (Protag. 325 C-E): „Jafnskjótt og barnið skilur, bvað verið er að segja, keppast fóstra !þess, móðir og „paidagogos," já, og faðir þess líka, lrvert við annað að innræta því góða siði, að kenna því í orði og verki mun á réttu og röngu, fögru og ljótu, helgu og vanhelgu. Alltaf er verið að segja: „Gerðu þetta!“ eða: „Þetta máttu ekki gera!“ Ef barn er óhlýðið, er sett ofan í við það með hótunum og höggum.“ — Auk þessa siðferðislega uppeldis hafa börn sjálfsagt lært sitt hvað fleira til rnunns og handa á heimilinu, áður en hin eiginlega skólaganga hófst. Synir e'fnafólks hófu fyrr skólagöngu en hinir, sem af efnalitlu fólki voru komnir. Eins og allt var í pottinn búið, var það eðlilegt. Fátækt fólk gat ekki kostað syni sína lengi í skóla, því að það þurfti á hjálp þeirra að halda á verk- stæðinu eða við búskapinn. Skólagjöldin voru líka þung byrði efnalitlu fólki. Synir hinna efnaminni hófu því ekki fyrr skólagöngu en þeir höfðu þroska til að rnelta námsefnið á tiltölulega skömmum tírna. Elinir, sem þurftu ekki að horfa í skildinginn, sendu syni sína mjög unga í skóla, þó að þar hefðu þeir vart þroska til annars fyrst í stað en horfa og 'hlusta á, þegar verið var að kenna eldri drengjunum. Aristoteles rnælir með að hafa þenna hátt á. Gerir hann ráð fyrir, að tveimur árum sé varið til slíks „leikskóla", þegar hann er að lýsa uppeldi eins og það ætti að vera að hans dómi (Pol. VII, 17,7). Barnaskólafræðsla skiptist í þrjá aðalþætti, sem hver um sig var í umsjá sérstaks kennara. Sá nefndist grammatistes, sem kenndi lestur, skrift og undirstöðuatriði í reikningi. Elann lét nemendur einnig lesa og læra utan bókar kvæði helztu skálda, t. a. m. Hómers, Hesídosar o. fl. Kennari, sem nefndist kíþaristes, kenndi drengjunum að leika á íúþara, þ. e. a. s. hörpu með sjö strengjum og.syngja Ijóð lýrisku skáldanna, sem þeir urðu auðvitað að læra utan að. Loks var svo paidotribes, kennari sem hafði vakandi auga á líkamlegum þroska nemenda. Hann kenndi þeirn líka ýmsar íþróttir: glírnu, linefaleika, fjölbragða- glíniu (pankratíon), hlaup, stökk, kringlukast, spjótkast og ýmsar aðrar íþróttir. íþróttakennarinn varð að hafa e. k. sérkennslustofu eða kannski öllu heldur lít- inn íþróttavöll, er nefndist palaistra. Auk þeirra námsgreina, er þegar hefur verið getið, var a. m. k. í sumum skólum kennd teikning og málaralist. Þó virðist það halfa verið fremur sjaldgæft,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.