Andvari - 01.01.1972, Qupperneq 44
42
JÓN GÍSLASON
ANDVABX
neina bóklega fræðslu eða tilsögn í tónlist, enda voru drengir sendir í skóla
eins fljótt og nokkui' kostur var á. Skólaganga 'þeirra liófst venjulega, þegar þeir
voru sex ára að a'ldri eða þar um bil. Áður höfðu þeir numið ýmsar dæmisögur
og ævintýri af fóstrum sínum, svo og sitt hvað urn guðina.
Platón segir (Protag. 325 C-E): „Jafnskjótt og barnið skilur, bvað verið er
að segja, keppast fóstra !þess, móðir og „paidagogos," já, og faðir þess líka,
lrvert við annað að innræta því góða siði, að kenna því í orði og verki mun á
réttu og röngu, fögru og ljótu, helgu og vanhelgu. Alltaf er verið að segja:
„Gerðu þetta!“ eða: „Þetta máttu ekki gera!“ Ef barn er óhlýðið, er sett ofan í
við það með hótunum og höggum.“ — Auk þessa siðferðislega uppeldis hafa
börn sjálfsagt lært sitt hvað fleira til rnunns og handa á heimilinu, áður en hin
eiginlega skólaganga hófst.
Synir e'fnafólks hófu fyrr skólagöngu en hinir, sem af efnalitlu fólki voru
komnir. Eins og allt var í pottinn búið, var það eðlilegt. Fátækt fólk gat ekki
kostað syni sína lengi í skóla, því að það þurfti á hjálp þeirra að halda á verk-
stæðinu eða við búskapinn. Skólagjöldin voru líka þung byrði efnalitlu fólki.
Synir hinna efnaminni hófu því ekki fyrr skólagöngu en þeir höfðu þroska
til að rnelta námsefnið á tiltölulega skömmum tírna. Elinir, sem þurftu ekki að
horfa í skildinginn, sendu syni sína mjög unga í skóla, þó að þar hefðu þeir
vart þroska til annars fyrst í stað en horfa og 'hlusta á, þegar verið var að kenna
eldri drengjunum. Aristoteles rnælir með að hafa þenna hátt á. Gerir hann ráð
fyrir, að tveimur árum sé varið til slíks „leikskóla", þegar hann er að lýsa uppeldi
eins og það ætti að vera að hans dómi (Pol. VII, 17,7).
Barnaskólafræðsla skiptist í þrjá aðalþætti, sem hver um sig var í umsjá
sérstaks kennara.
Sá nefndist grammatistes, sem kenndi lestur, skrift og undirstöðuatriði í
reikningi. Elann lét nemendur einnig lesa og læra utan bókar kvæði helztu
skálda, t. a. m. Hómers, Hesídosar o. fl.
Kennari, sem nefndist kíþaristes, kenndi drengjunum að leika á íúþara, þ. e.
a. s. hörpu með sjö strengjum og.syngja Ijóð lýrisku skáldanna, sem þeir urðu
auðvitað að læra utan að.
Loks var svo paidotribes, kennari sem hafði vakandi auga á líkamlegum þroska
nemenda. Hann kenndi þeirn líka ýmsar íþróttir: glírnu, linefaleika, fjölbragða-
glíniu (pankratíon), hlaup, stökk, kringlukast, spjótkast og ýmsar aðrar íþróttir.
íþróttakennarinn varð að hafa e. k. sérkennslustofu eða kannski öllu heldur lít-
inn íþróttavöll, er nefndist palaistra.
Auk þeirra námsgreina, er þegar hefur verið getið, var a. m. k. í sumum
skólum kennd teikning og málaralist. Þó virðist það halfa verið fremur sjaldgæft,