Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 61
ANDVARI
UPPELDI OG MENNTUN HELLENA
59
Tvö mikilmenni voru brautryðjendur á þessu sviði: ísokrates, sem stofnaði
skóla sinn árið 393, og Platón, sem hóf skólastarf sitt árið 387. En afstaða þeirra
lrvors um sig til andlegra viðfangsefna var gerólík. ísokrates var fulltrúi mál-
snilldarinnar, mælskulistarinnar, sem fól m. a. í sér hina hagnýtu þek’kingu á
því, hvernig góðum árangri yrði náð á sviði stjórnmála og í valdabaráttu. —
Platón var hins vegar fulltrúi heimspekinnar og hinnar óeigingjömu sannleiks-
leitar eða m. ö. o. vísindanna. Er hér í rauninni um t\rær kvíslir að ræða í andlegu
lífi Vesturlanda, sem næsta torvelt hefur reynzt að hemja í sama farvegi, þó
að margar tilraunir hafi verið til þess gerðar.
Námið í skólum þeirra Platóns og ísokratesar tók að jafnaði 3—4 ár. Kenndi
ísokrates í húsi, sem hann átti sjálfur við íþróttamiðstöðina Lýkeion, skammt fyrir
utan og austan borgina. Platón hafði skóla sinn í görðum sínum, skammt frá
Kólónus, bæð einni í útjaðri Aþenuborgar. Var þar talin vera gröf Oidipúsar, svo
sem víðfrægt er orðið af leikriti Sófóklesar, „Oidipús í Kólónos". Einnig kenndi
Platón í Akademeia, íþróttamiðstöð, er kennd var við hetjuna Akademos. Hefur
þessi frægi skóli Platóns, Akademeia, síðan orðið samheiti á æðri vísinda- og
kcnnslustofnumun um víða veröld, svo sem aJkunnugt er.
Nemendur jressara frægu meistara komu víðs vegar að og dvöldust að jafnaði
samfleytt í Aþenu allan námstímann. Nemendur, sem æsktu upptöku í skólann,
lét Platón þreyta inntökupróf í stærðfræði. ísokrates lét sér hins vegar nægja að
telja þessa undirstöðulþekkingu æskilega, en gerði bana ekki að skilvrði fyrir
inngöngu.
Eigi er ofmælt, að nemendur þessara tveggja skóla balfi á sinni tíð sett nokkurn
svip á borgarlífið.
Platón beindi viðleitni nemenda sinna að rannsóknum, og lifðu þeir hlédrægu
lífi: Nemendur hans voru flestir af háum stigum, og hlaut skólinn að bera þess
nokkrar menjar. Þótt þeir hefðu á skólaárunum orðið að glíma við ýmis fræðileg
vandamál, þá sneru þeir sér flestir að námi loknu að veraldlegri efnum, og margir
af lærisveinum Platóns urðu einvaldar. Ekki er ófróðlegt að minnast hér hinna
frægu orða, sem Platón leggur Sókratesi í munn í riti sínu „Ríkinu“: „Nema
því aðeins að annaðhvort verði heimspekingar konungar í borgríkjum vorum eða
þeir, sem nú kallast konungar eða stjórnendur, fari af alúð og nógu kappsamlega
að leggja stund á heimspeki og sami maður öðlist þetta tvennt: pólitískt vald
og heimspeki (]r. e. sannleiks- og þekkingarleit á vísindalegum grundvelli), en
hinum sundurleita skara hinna rnörgu, er nú sækjast eftir hvoru um sig, verði
111 eð valdi bægt frá, getur, kæri Glákos, ekkert lát orðið á ófarnaði borgríkjanna
og — að minum dómi — mannkynsins ekki heldur. Og eigi mun ríki það, sem
vér nu höfum verið að leggja grundvöll að með rökræðum vorum, með nokkru