Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1972, Page 61

Andvari - 01.01.1972, Page 61
ANDVARI UPPELDI OG MENNTUN HELLENA 59 Tvö mikilmenni voru brautryðjendur á þessu sviði: ísokrates, sem stofnaði skóla sinn árið 393, og Platón, sem hóf skólastarf sitt árið 387. En afstaða þeirra lrvors um sig til andlegra viðfangsefna var gerólík. ísokrates var fulltrúi mál- snilldarinnar, mælskulistarinnar, sem fól m. a. í sér hina hagnýtu þek’kingu á því, hvernig góðum árangri yrði náð á sviði stjórnmála og í valdabaráttu. — Platón var hins vegar fulltrúi heimspekinnar og hinnar óeigingjömu sannleiks- leitar eða m. ö. o. vísindanna. Er hér í rauninni um t\rær kvíslir að ræða í andlegu lífi Vesturlanda, sem næsta torvelt hefur reynzt að hemja í sama farvegi, þó að margar tilraunir hafi verið til þess gerðar. Námið í skólum þeirra Platóns og ísokratesar tók að jafnaði 3—4 ár. Kenndi ísokrates í húsi, sem hann átti sjálfur við íþróttamiðstöðina Lýkeion, skammt fyrir utan og austan borgina. Platón hafði skóla sinn í görðum sínum, skammt frá Kólónus, bæð einni í útjaðri Aþenuborgar. Var þar talin vera gröf Oidipúsar, svo sem víðfrægt er orðið af leikriti Sófóklesar, „Oidipús í Kólónos". Einnig kenndi Platón í Akademeia, íþróttamiðstöð, er kennd var við hetjuna Akademos. Hefur þessi frægi skóli Platóns, Akademeia, síðan orðið samheiti á æðri vísinda- og kcnnslustofnumun um víða veröld, svo sem aJkunnugt er. Nemendur jressara frægu meistara komu víðs vegar að og dvöldust að jafnaði samfleytt í Aþenu allan námstímann. Nemendur, sem æsktu upptöku í skólann, lét Platón þreyta inntökupróf í stærðfræði. ísokrates lét sér hins vegar nægja að telja þessa undirstöðulþekkingu æskilega, en gerði bana ekki að skilvrði fyrir inngöngu. Eigi er ofmælt, að nemendur þessara tveggja skóla balfi á sinni tíð sett nokkurn svip á borgarlífið. Platón beindi viðleitni nemenda sinna að rannsóknum, og lifðu þeir hlédrægu lífi: Nemendur hans voru flestir af háum stigum, og hlaut skólinn að bera þess nokkrar menjar. Þótt þeir hefðu á skólaárunum orðið að glíma við ýmis fræðileg vandamál, þá sneru þeir sér flestir að námi loknu að veraldlegri efnum, og margir af lærisveinum Platóns urðu einvaldar. Ekki er ófróðlegt að minnast hér hinna frægu orða, sem Platón leggur Sókratesi í munn í riti sínu „Ríkinu“: „Nema því aðeins að annaðhvort verði heimspekingar konungar í borgríkjum vorum eða þeir, sem nú kallast konungar eða stjórnendur, fari af alúð og nógu kappsamlega að leggja stund á heimspeki og sami maður öðlist þetta tvennt: pólitískt vald og heimspeki (]r. e. sannleiks- og þekkingarleit á vísindalegum grundvelli), en hinum sundurleita skara hinna rnörgu, er nú sækjast eftir hvoru um sig, verði 111 eð valdi bægt frá, getur, kæri Glákos, ekkert lát orðið á ófarnaði borgríkjanna og — að minum dómi — mannkynsins ekki heldur. Og eigi mun ríki það, sem vér nu höfum verið að leggja grundvöll að með rökræðum vorum, með nokkru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.