Andvari - 01.01.1972, Blaðsíða 153
ANDVARI
ÍSLENZK LJÓÐLIST 1969—1971
151
stundu og gegna ærnu hlu'överki, en skynjanirnar ráða úrslitum um þennan for-
vitnilega skáldskap. Sérkennileg tímaskynjun og staðarákvörðun Hannesar væri
kannski rannsóknarefni í þessu sambandi, ef einhverjir lesendur kynnu að sækj-
ast eftir staðfestingu þess, sem þá hlýtur að gruna.
Kvæðin í Rímblöðum minna um margt á æfingar leitandi skálds. Eigi að
síður er Hannes Pétursson löngu orðinn nógu þroskaður til að vita því viti, sem
skáld þarf, en þó ber að muna, að kenndaljóð eiga upphaf sirt í tilfinningum
fremur en vitsmunum, ef þvílíkum samanburði verður á annað borð við kornið.
Þetta vakir líka fyrir Hannesi Péturssyni, og sú afstaða gerir kvæði hans lífvæn-
leg. Honum er Ijóst, að skáld stoðar lítt að raða orðum eftir þessari eða hinni
rímaðferð til að yrkja listræn kvæði. Leitandi andi verður að setja markið hátt
í fegurðarnautn og sköpunarþrá. Llrslitum ræður hæfileiki mannsins að heyra
og sjá og finna til.
Dæmi um ferhendurnar í Rímblöðum gætu verið ýmis, en hér verða þrjú
fyrir valinu. Fyrst er Ijóðíð „Hann“, — sterk mynd, umvafin grönnum tóni, sem
heyrist þó langt:
Einn þræðir hann stígana
líkt og ekkert sé
í dynjandi skógum
þar sem dauðinn á hvert tré.
Þegar leggst yfir nóttin
blæs hann létt í strá.
Það heyrist langa vegi.
Allt hlustar á
gleymir sér og hlustar
á hinn granna tón —
bogmaður, slanga
björn, dreki, Ijón.
Kvæðið „Þegar þið eruð nálægt" sannar, hvað augljóst og margnótað tilefni
getur lyfzt liátt með skáldlegri viðleitni:
Þegar pið eruð nálægt
þá er hamingjan mest.
Sé ég í fjarlægð farinn
finn ég það allra bezt.