Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1972, Page 31

Andvari - 01.01.1972, Page 31
ANDVARI LUNGINN ÚR JÖRPUM KERRUHESTI 29 Meðan hún talaði um ristilinn liafði hún öðru hverju verið að pota í þvott- inn. Sú stutta brá sér inn í gufuna til að huga að skolinu. Hún slæmdi nokkr- um flíkurn yfir kerbarminn og lét fossa úr þeim. Síðan byrjaði hún að vinda þær hverja af annarri. Hún stóð fyrir utan gufuna á meðan hún vatt. Svei mér ef þetta er ekki skyrta af Mýrarhúsa-Jóni, sagði göngukonan. Sama er mér, sagði sú stutta. Allt þarf að vindast. Annars var ég lánuð þangað núna vegna haust- verkanna. Fólkið á þeim bæ hefur víst í öðru að snúast en þvotti með hundrað og iimmtíu af fjalli, tvö naut, fimm folöld og tryppi fyrir utan gamla dráttar- klárinn. Já, ætli ég viti ekki hvað það hefur að gera, svo mörg árin vann ég þeim. Jafnvel hundarnir urðu uppgefnir. Sú stutta hélt áfram að vinda. Kannski þú komir þangað þegar ég er búin. Göngukonan færði sig lengra frá gufunni. Nei, þangað fer ég aldrei, sagði hún. Ekki í bölvað skensið úr bonum Mýrarhúsa- Jóni. Fólk á ekkert erindi þar sem það er óvelkomið. Þér félli eitthvað til, sagði su stutta inni í gufunni. Það er nýbúið að slátra hestinum svo hann er óreyktur enn. ÞaÖ flæðir allt í nýmeti á bænum. Göngukonan hækkaði röddina eins og hún vildi að orðin bærust víða: Mér hefur aldrei lagzt neitt til nema þrældómur á þeim bæ. Síðan sló hún pokanum á öxlina og kóklaðist upp á klapparhornið. Alltaf þurfti Mýrarhúsa-Jón að gera stanz á verki sínu. Nú hafði hann tekið upp á því að föndra við að búa til rúllupylsu mitt í heimaslátruninni, og helzt aö enginn mætti þar nærri koma. Flann dró að sér slög og salt og pipar og gerði ser ferð út á blóÖvöllinn eftir einhverju úr hestinum til að hafa í pylsuna. Konan skimaði mæðulega eftir honum hvert sem hann fór utan eldhússins. En þangað komsthún ekki inn því hann læsti á eftir sér á meðan stóð á matargerðinni. Þetta dútl í honum var orðið til baga, því nú leið að kvöldi og fólk þurfti að fá mat sinn. En hún gat lítið gert með læst eldhús og hann þar inni á kafi í matargerð. Flún hafði orðiÖ að lifa við ýmislegt um dagana ,en hjálpsemi úr þessari átt var henni framandi með öllu. Hvað ertu eiginlega að gera þarna, kallaði hún inn um lokaðar dyrnar. Stilltu þig kona, stilltu þig, sagði Mýrarhúsa-Jón. Ég er þó alténd að reyna að gera eitthvert gagn. Þú ættir ekki að lasta það, sjálf mammons- drottningin. Og úr Jressu verður göfugasta rúllupylsan á þessu heimili. Og þegiðu svo. Göíug rúllupylsa. Það lá að. Það vantaði svo sem ekki að göfugt átti það að vera ef 'hann snerti á einhverju. Hún sneri tautandi frá hurðinni. Ég þarf eld- húsið, maður, kallaði hún svo. Fólkið verður að geta borðaÖ fyrir þessum hunda- kúnstum þínum. Mýrarhúsa-Jón anzaði ekki. Flann brá stóru sláturnálinni undir seglgarniÖ og vatt og reyrði, sem bezt hann mátti, og pylsugöndullinn harðnaði sniam saman undir höndum hans eftir því sem hann reyrði meir og fastar, og matarlegir gúlarnir stóðu út á rnilli strengdra seglgarnsþráðanna. Svo reif hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.