Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 44

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 44
42___________________________________EINAR ÓLAFSSON_____________________________ANDVARI þetta, sem sjá má af leiðara blaðsins 30. september 1938, en ritstjóri Þjóðviljans, Einar Olgeirsson, kallaði samninginn svik við Tékka í leiðara sínum sama dag og taldi hann einkennast af skammsýni. Griðasáttmáli Sovétríkjanna við Þýskaland í ágúst árið eftir var að mörgu leyti rökrétt afleiðing þessa samnings og innrásar Þjóðverja í Tékkóslóvakíu í mars. Þýska útþenslustefnan var fyrst og fremst í austur og ógnaði Sovétríkjunum og hægt er að ímynda sér að Stalín hafi átt bágt með að treysta vesturveldunum eftir samning Cham- berlains, Daladiers og Hitlers í Miinchen haustið áður. Og sömuleið- is er rökrænt samhengi í þeim atburðum sem á eftir fylgdu, skiptingu Póllands og innlimun Eystrasaltsríkjanna í september 1939 og innrás Rauða hersins í Finnland 30. nóvember. Umfjöllun um þessa atburði og afstöðu kommúnista til þeirra hefur oft verið óvönduð, stað- reyndir og tilvitnanir hafa verið slitnar úr samhengi og afstaða manna metin út frá samhengi atburða og vitneskju sem þá lá alls ekki fyrir. Hér eru þó engin tök á að fara í saumana á því. Frá sjónarmiði kommúnista kom til greina tvenns konar skilningur á þeirri styrjöld sem nú var að hefjast. Væri þetta hreint heimsvalda- stríð, stríð heimsvaldasinna um enduruppskiptingu áhrifasvæða, eins og kommúnistar höfðu skilgreint fyrri heimsstyrjöldina, bæri verka- lýð allra landa að hundsa þátttöku í því og svara því með sóknar- baráttu fyrir sósíalisma í hverju landi fyrir sig. Það var nokkurn veg- inn í samræmi við afstöðu Kominterns 1928 til 1934. Væri styrjöldin hins vegar stríð með eða móti fasisma bæri verkalýðnum að taka af- stöðu og samfylkja allri alþýðu og frjálslyndum öflum til varnar friðnum og áunnu lýðræði. Það var nokkurn veginn í samræmi við stefnu Kominterns eftir 1935 og það var auðvitað rökrétt að halda þeirri stefnu áfram. Vesturveldin, borgarastéttin og öll þau öfl, sem kenndu sig við lýð- ræði til aðgreiningar frá kommúnistum og nasistum og fasistum, for- dæmdu nú stefnu og aðgerðir Sovétríkjanna. Auðvitað var engin leið fyrir kommúnista að skipa sér allt í einu í þá fylkingu gegn Sovét- ríkjunum, hvað sem mátti annars um griðasáttmálann segja og allt sem honum fylgdi. Til þess hékk einfaldlega of margt á spýtunni. En með griðasáttmálanum var samfylkingin skyndilega rofin, ógn fas- ismans færðist baksviðs og aðstæðurnar þrýstu stefnu kommúnista til baka til þeirrar stefnu sem þeir höfðu haft fyrir 1935, og það var auð- vitað þvert á þá staðreynd að ógn fasismans fór í raun ört vaxandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.