Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 42

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 42
40 EINAR ÓLAFSSON ANDVARI fótum en álitið hafði verið. Mikið hefur verið gert úr stefnulegum kollsteypum Kommúnistaflokks íslands og Kominterns. Hér eru eng- in tök á að fara náið út í þessar stefnubreytingar, enda er það flókið mál og verður að taka tillit til aðstæðna bæði hér á landi og á heims- vísu, einkum þó í Evrópu, og í Sovétríkjunum æ meir eftir því sem fram í sótti. En í þessu sambandi verður líka að hafa í huga að Kommúnistaflokkur íslands var ekki aðeins aðili að Alþjóðasam- bandi kommúnista heldur beinlínis deild í því og því var stefna Al- þjóðasambandsins líka stefna flokksins. Stefnumótun innanlands varð að vera í samræmi við stefnu heimsflokksins. Á árunum 1934-5, þegar farið er í ríkari mæli að sækjast eftir sam- starfi við Alþýðuflokkinn í heild í stað þess að miða bara við sam- fylkingu neðan frá, þá er ekki nóg að einblína á stefnubreytingu Kominterns, heldur verður líka að líta til þess að samfylkingin að neðan, samfylking verkafólksins sjálfs, hafði styrkst mjög og mynd- aði þrýsting á forystu flokkanna að taka upp samstarf, enda fór sam- fylking milli verkalýðsflokkanna smám saman að myndast úti á landi strax haustið 1935.28 Jafnframt var Kommúnistaflokkurinn sjálfur far- inn að skjóta traustari rótum og því voru aðstæður til samfylkingar með Alþýðuflokknum orðnar allt aðrar. Brynjólfur skrifaði grein í Rétt skömmu eftir þingið og gerði grein fyrir hinni nýju samfylkingarstefnu. Hann lýsti aðstæðum á þessa leið: Það sem breyst hefur er að fasisminn hefur færst nær. Til þess að tryggja sigur fólksins er nauðsynlegt að skapa bandalag hins sam- einaða verkalýðs við alla aðra hluta hins vinnandi fólks og samfylk- ingu kommúnistaflokkanna og hinna endurbótasinnuðu alþýðu- flokka og í mörgum tilvikum hinna frjálslyndu borgaraflokka eða hluta þeirra. Skilgreining fasismans er óbreytt. Hin afturhaldssama, landvinningaþyrsta auðvaldsklíka þarf á fasismanum að halda til að velta byrðum kreppunnar yfir á herðar hins vinnandi fólks, yfirstíga markaðsvandræði sín með því að stofna til styrjalda, jafna verkalýðs- samtökin við jörðu og til þess að ráðast með hervaldi á Sovétlýðveld- in. Hin nýja samfylkingarstefna á fullt erindi hingað, enda heldur kreppan áfram að skerpast og kemur nú þyngra niður á allri alþýðu en nokkru sinni fyrr. Hér er íhaldsflokkurinn argasti óvinur fólksins í landinu, en annar höfuðóvinur íslenskrar alþýðu er breska auðvald- ið, breska yfirdrottnunarstefnan. Og hún heimtar að íhaldið verði tekið inn í ríkisstjórnina, að mynduð verði sambræðslustjórn íhalds-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.