Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 159

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 159
ANDVARI OFBELDI TÍMANS 157 kristninnar kallaði ævinlega á mannlega saurgun eða spjöll hlýtur Paradís Hjartastaðar að breytast í svið helgibrots og hleypa syndinni þannig inn í heiminn.15 Hinn forboðni ávöxtur í samhengi skáldsögunnar er unnusti vin- konunnar og bjargvættarins Heiðar, söngvarinn Dietrich Bacon: „En hvað stoða mig hamskiptin þegar ég sit uppi með það ógurlegasta af öllu ógur- legu: bjargvætt á loftinu, hrotudraug sem rændi mig manni á örlagastund baksviðs í Gamla bíói og heldur að hún eigi hann sjálf. [. . .] Ef hann fréttir hver ég er, ef ég segi honum leyndarmálið um mig, skilur hann sjálfan sig. Ef ég segi til mín kemur ný örlagastund og allt snýst við“ (369). Griðastað- urinn verður þannig viðsjárverður; stærsta freisting Hörpu er sú að álíta að freistingin sé engin freisting - um leið og hún álítur sig utan færis freisting- arinnar er hún kolfallin. Veturinn sem bíður hennar verður ekki ímyndun- araflinu harður, eins og hún segir á einum stað; framtíðin verður ekki „þófamjúkur heimilisköttur sem gerir teygjuæfingar í sólbökuðum fjöru- sandi í fyrramálið þegar enginn er kominn á fætur austur á fjörðum nema nýja manneskjan ég“ (361), heldur mun þráin áfram lýsa henni og finna nýja titla á hennar eigin ævisögu og grafa undan því samkvæma og svip- mikla sjálfi sem hana dreymir um: „Þráin lifir sjálfstæðu lífi og hún kemur í veg fyrir allt sem heitir eigið líf sem slíkt“ (178), segir hin bitra og aftur- gengna móðir Hörpu, sem Steinunni tekst á snilldarlegan hátt að gera að fjórða farþeganum í pallbíl Heiðar. Um leið og lesandinn telur söguna alla hefur hann sjálfur fallið fyrir freistingu frásagnarinnar og afneitað þeirri óvissu sem umlykur framtíðina, ekki aðeins í þessari sögu heldur í öllum sögum; ekki síst þeim sem einstaklingurinn semur með sjálfum sér um eigin ævi. Hann er ávallt staddur í þeirri frásögn miðri jafnvel þótt hvorki detti né drjúpi af sálinni og hann nái að tengjast heiminum eitt augnablik og átta sig á því að öll skýin á himninum fyrir ofan hann muni aldrei koma aftur í sömu mynd (sjá 65). Fyrirheitna landið er í þessari sögu tvíbentur staður, þrátt fyrir nánast al- fullkomnar lýsingar á draumalandinu. Annars vegar er Hjartastaðurinn sá staður þar sem allar óskir rætast, glæsilegur endir á ferðalagi aftur í bernsku söguhetjunnar sem verður um leið ferð til bernskuslóða tungu- málsins þar sem táknin og landið renna saman í eitt. Hins vegar er hann umgjörð nýrra þráa sem veldur því að heimurinn þurrkast út. Þessi heimur skilur Hörpu eftir í allri sinni sjálfhverfni þar sem hún er að einhverju leyti týnd í veröld sinnar eigin vitundar. Allir siðferðilegir dómar yfir henni orka þó tvímælis vegna íroníu textans sem tekur völdin af lesandanum og gerir honum ókleift að setja sig í dómarasæti gagnvart óhamingju Hörpu og sigri hennar í lok sögunnar. Ég læt nægja að segja að hann hljóti að vera tvíræð- ur þótt framtíðin virðist blasa við söguhetjunni eina kvöldstund í einkadal undir unaðstungli. Ýmislegt í textanum bendir til þess að hamingja Hörpu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.