Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 85
ANDVARI________________________HINN LANGI OG SKÆRI HLJÓMUR_______________________________83
Jón Bjarnason og Hið evangeliska lútherska kirkjufélag íslendinga í Vest-
urheimi í Lögbergi, en auk trúaráhrifa gegndi það félag mikilvægu hlut-
verki til viðhalds íslensku þjóðerni. Únítarar og vantrúaðir áttu hins vegar
vettvang á síðum Heimskringlu. Leikstarfsemi var töluverð meðal íslend-
mga í Winnipeg á árum Einars þar og lék hann bæði sjálfur og stjórnaði
leiksýningum. Arin í Ameríku urðu Einari ekki frjó til skáldskapar. Merk-
ust frá þeim tíma er sagan Vonir, samin 1888 en kom út í Reykjavík 1890,
°g lítið safn kvæða, Ljóðmœli, gaf hann einnig út í Reykjavík 1893. Engu
að síður urðu þessi ár honum mikilvægt mótunarskeið. Til viðbótar áhrif-
um Brandesartímans í Danmörku komu nú áhrif engilsaxneskrar menning-
ar og bókmennta á því skeiði sem síðar hefur verið kennt við valdatíma
Viktoríu drottningar.
Árið 1895 fluttist Einar heim til íslands með fjölskyldu sína og settist að í
Reykjavík sem meðritstjóri Björns Jónssonar við blaðið ísafold sem þá var
sterkast pólitískt málgagn á íslandi. Par með var hann kominn í hóp áhrifa-
mestu manna íslenskra stjórnmála sem kenndir voru við leiðtoga sinn Valtý
Guðmundsson og nefndust í daglegu tali valtýingar. Á fyrstu árunum eftir
heimkomuna kvað ekki heldur mikið að skáldskapariðkunum Einars. Auk
ritstjórnarstarfanna flutti hann á næstu árum fyrirlestra um ýmis efni og gaf
út sérstaklega, t.a.m. Vestur-íslendingar (Rvk. 1896) og Alþýðumenntun hér
á landi (Rvk. 1901). Einnig lagði hann leiklistarstarfsemi lið og var meðal
leikstjóra Leikfélags Reykjavíkur. Þegar vonir íslendinga um aukna þátt-
töku í stjórn landsins jukust upp úr aldamótunum freistuðu báðir flokkarn-
lr, valtýingar og heimastjórnarmenn, þess að styrkja áróðursstöðu sína með
útgáfu blaða vítt og breitt um landið. Nú fluttist Einar norður á Akureyri
°g varð þar ritstjóri málgagns valtýinga sem nefndist Norðurland. Hann rit-
stýrði því 1901-04 en fluttist þá aftur til Reykjavíkur og varð ritstjóri Fjall-
konunnar 1904-06. Þannig má segja að fyrsta áratuginn eftir heimkomuna
Vagri Einar á miðjum vettvangi hinna pólitísku átaka sem ritstjóri stjórn-
málablaða. Einnig gaf hann á þessum árum út sérstaka ritlinga um tiltekin
Pólitísk deiluefni, Tildrög stjórnarbótarinnar (Ak. 1902), Ritsímamálið
(Rvk. 1905) og Frjálst sambandsland (Rvk. 1907). Eftir að Einar lét af rit-
stjórn Fjallkonunnar átti hann ekki hlut að ritstjórn pólitískra blaða nema
hafoldar um stutt skeið 1909. Hann var hins vegar ritstjóri nokkurra tíma-
rita um bókmenntir og andleg málefni. Hann tók sæti í ritstjórn Sunnanfara
1900-01, var ritstjóri Skírnis 1908-09, meðritstjóri Iðunnar 1915-16 og stofn-
aði tímaritið Morgun 1920 og stýrði því til dauðadags.
Eftir að Einar lét af ritstjórn pólitískra blaða 1906 helgaði hann sig skáld-
skap sínum og varð fyrstur íslenskra manna til að lifa á ritstörfum sínum
einum. Hann lést í Reykjavfk 21. maí 1938.