Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 143

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 143
ANDVARI OFBELDI TÍMANS 141 og blóði. Jarðarfarir eru tíðar. Klerkar mega mikið hafa fyrir sínu brauði og skipta þar ekki minnstu máli hórdómsbrot hreppstjórans Kristjáns Magn- ússonar í Skógarkoti. Segja má að samskipti Pingvallaklerka og Kristjáns séu nokkurs konar öxull sögunnar, en seint gengur að koma lögum yfir þennan aðkomumann sem þó virðist öðrum bændum færari í því að sjá sér og sínum farborða. Kemur þar til bæði áhugaleysi æðstu yfirvalda og upp- burðarleysi eða öllu heldur breyskleiki klerkanna sjálfra. Um afstöðu sögu- höfundar til Kristjáns þarf hins vegar ekki að efast: honum er í senn lýst sem hetju, hugvitsmanni og bjargvætti; og sögunni lýkur á þeirri „örlaga- stund“, eins og sagan kallar það, þegar séra Björn gefur son sinn og dóttur Kristjáns saman í heilagt hjónaband, í andstöðu við vilja konu sinnar og kenningu hennar: „Fólk sem missir niður ætt sína nær sér aldrei upp“ (253). Astin sigrar í þessu fjandsamlega landslagi innst við öræfadyr. Öðrum þræði fjallar sagan um þann verknað að færa atburði til bókar; ósjaldan komum við að Þingvallaklerki þar sem hann situr við skriftir að færa inn í kirkjubók þvert gegn vilja sínum ellegar semja líkræðu: „Margt má prestur skrifa í bók sem hann síður vildi. Og oft má það sem hann skrif- ar vera honum sjálfum sem svipugöng“ (241). Holdsins langa sporaslóð, eins og það heitir í sögunni, kemur til kasta kirkjunnar þjóna. Þeim ber að sjá til þess að breysk náttúra mannsins og boðorð guðs fari saman, eins og séra Páll orðar það á einum stað (sjá 53). En þessi saga fjallar þó ekki ein- ungis um samskipti alþýðu, sem á fulltrúa sinn í Kristjáni Magnússyni, og yfirvalds. Líta má á söguna sem einhvers konar óð til breyskleikans og þeirrar mannlegu náttúru sem rétttrúnaðarmönnum var í mun að halda í skefjum: „Hverjum manni er hollara að þola auðmýkingu og síðan upp- reist, heldur en að knerra sig með ofurlæti og verða so af Drottni sleginn til jarðar!“, hljómar úr predikunarstóli séra Einars Sæmundssonar (177). Þótt persónulýsingar séra Páls Þorlákssonar og drykkfellds sonar hans Björns einkennist af mikilli hlýju þá stafar af fáum persónum bókarinnar eins miklum 19. aldar ljóma og stúlkunni Guðrúnu Sæmundsdóttur, systur prestsins, sem gerir bróður sínum þá skömm að ala barn utan við lög og rétt, og „lifir“ dauða sinn af. Það sama má raunar segja um ástir þeirra Árna og Salvarar sem upphaf sitt eiga í ást sem ekki má bókfæra. Þrátt fyrir að saga Björns hverfist að nokkru leyti um samspil yfirvalds og alþýðu er enginn í henni alvondur og enginn algóður. Illskan eða of- beldið er ekki í aðalhlutverki heldur söguveröld sem er full af hlýju sem ef til vill er hvergi eins skýr og í skrifum um liðna tíma og náið samband manns og náttúru (þessa hlýju er einnig að finna í sögu Böðvars Guð- mundssonar en kannski er réttast að vísa til Fjallkirkju Gunnars Gunnars- sonar til að lesendur átti sig á því við hvað er átt). Merkinguna (eða Iestrar- nautnina) er ekki að finna í átökum alþýðu og valdsmanna, heldur í þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.