Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 45
ANDVARI____________________BRYNJÓLFUR BJARNASON_______________________________43
Þessir atburðir skóku Sósíalistaflokkinn um tíma og eftir innrásina
í Finnland sagði Héðinn Valdimarsson sig úr flokknum ásamt nokkr-
um miðstjórnarmönnum og fleirum. Vart er hægt að segja að flokk-
urinn hafi klofnað, nær sanni er að flísast hafi úr honum, en vissulega
var það ekki hver önnur flís sem þar fór þar sem formaður flokksins
°g miðstjórnarmenn voru hluti hennar. Á öðru þingi flokksins haust-
ið 1940 sagði Brynjólfur að við stofnun flokksins hefði verið reynt
að sameina tvenns konar sjónarmið, annars vegar sósíalismans og
stéttabaráttunnar og hins vegar sjónarmið hins borgaralega umbóta-
manns. Fyrr eða síðar hefði hlotið að klofna úr flokknum. Á fyrsta
flokksþinginu ári fyrr kvartaði Brynjólfur undan því að flokkurinn
væri ekki enn heilsteyptur marxískur flokkur.
Þegar Brynjólfur rifjaði upp í samtölum okkar árið 1988 tilurð Al-
þýðubandalagsins sagði hann um þá menn sem þá komu til samstarfs
við sósíalista, að þeir hafi helst ekki viljað ræða um málefni, áhuginn
hafi allur snúist um völd. „Þarna voru menn í fararbroddi, sem voru
harla ólíkir þeim mönnum úr Alþýðuflokknum, sem tóku höndum
saman við okkur í Sósíalistaflokknum 1938. Við fundum fljótt, að
þeim var alvara og málefnin látin ráða." Annar helsti forystumaður
þeirra var Sigfús Sigurhjartarson, og í þessu máli lagði hann til að
Aokkurinn fylgdi hlutleysisstefnu. Sigfús varð varaformaður flokks-
ms, ritstjóri Þjóðviljans ásamt Einari Olgeirssyni, þingmaður flokks-
ins frá 1942 og oddviti hans í bæjarstjórn Reykjavíkur. í minningum
sínum segir Guðmundur J. Guðmundsson að þeir þrír, Einar, Sigfús
°g Brynjólfur, hafi myndað forystu flokksins og unnið ákaflega vel
saman svo ólíkir sem þeir voru. „Svo gerðist atburður," segir Guð-
mundur, „sem átti eftir að hafa miklar afleiðingar, ótrúlega afdrifa-
ríkar. Mér er næst að halda að sá atburður hafi aldrei verið al-
mennilega skilgreindur í íslenskri stjórnmálasögu." Það var þegar
Sigfús lést árið 1952, rétt fimmtugur. „Forustan brast í brúnni," segir
Guðmundur. „Þá fóru veikleikar Einars og Brynjólfs að koma í ljós.
Það kom ekki lengur saman það besta í hverjum og einum sem leiddi
tíl einnar niðurstöðu."30
I raun var Sósíalistaflokkurinn alls ekki hlutlaus gagnvart griða-
sáttmálanum og innrásinni í Finnlandi. Hvað sem kommúnistarnir í
flokknum vildu gátu þeir ekki verið hlutlausir gagnvart þeim helj-
aráróðri, sem nú gekk gegn Sovétríkjunum og kommúnismanum, og
hiutu að nota vettvang flokksins til að koma sjónarmiðum sínum á