Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 40

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 40
38___________________________________EINAR ÓLAFSSON_____________________________ANDVARI ólfs."25 Samfylkingin átti að starfa við hlið hins byltingarsinnaða flokks, en ekki koma í stað hans, hvað þá vinna gegn honum. Hver sem áhrif Kominterns voru á þessar flokksdeilur og hvernig svo sem þær snerust um Stefán Pjetursson, þá held ég, að það verði líka að skoða þær í samhengi við þann ágreining sem alltaf var í flokknum allt þar til Sósíalistaflokkurinn var lagður niður 1968. I byltingarsinnuðum verkalýðsflokki, sem tekur virkan þátt í stjórn- málum og stéttabaráttu líðandi stundar, er alltaf tilhneiging til að umbóta- og kjarabaráttan víki byltingarstefnunni útaf borðinu með- an ekki er byltingarástand. Brynjólfur lét aldrei af byltingarstefnunni og í þessum ágreiningi voru allar aðstæður til að hann yrði undir að lokum. Pegar á leið viðurkenndi hann kannski með sjálfum sér að svo hlyti að fara, ef marka má orð Jónasar Árnasonar: „Hann hefur sagt margt það við mig sem aðrir hafa ekki sagt um hreyfingu okkar. Brynjólfur sagði við mig þegar Alþýðubandalagið varð fyrst til, að auðvitað ættum við að mynda þessa samfylkingu, en það hlyti að enda með því að úr yrði nýr krataflokkur." Einari og Brynjólfi tókst alltaf að ná sáttum og að lokum snemma árs 1934, þegar flokksdeilurnar voru komnar út í öfgar vegna rétt- trúnaðar ungra ákafamanna, sem voru nýkomnir með allt á hreinu af flokksskóla í Moskvu, var Brynjólfur sakaður um sáttfýsi við tæki- færisstefnuna. En um mitt ár 1934 voru þessar deilur um garð gengn- ar. Trúlega hefur sú stefnubreyting, sem var að verða innan Komin- terns og staðfest var á sjöunda heimsþinginu, dregið nokkuð úr ákafa réttlínumannanna. Brynjólfur sagði seinna um þessar deilur að einangrunarstefnan, sem hann kallaði svo, hafi verið mestu mistök Kommúnistaflokksins. Þó sköðuðu deilurnar flokkinn kannski furðu lítið og lítilsháttar fylgistap hans í kosningunum í júní 1934 má alveg eins skýra með hinni róttæku stefnuskrá og fjögurra ára áætlun Al- þýðuflokksins fyrir þessar kosningar, sem hugsanlega má aftur að einhverju leyti rekja til áhrifa Kommúnistaflokksins.26 En kannski var líka bara þörf fyrir þennan flokk. Árið 1934 var stofnað Starfsstúlknafélagið Sókn og fyrsti formaður þess var ung stúlka, Aðalheiður Hólm. Hún segir í endurminningum sínum: „Engin ung manneskja sem hugsaði af alvöru um alþýðuréttindi lét fram hjá sér fara það sem þeir Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason sögðu. Ég tala nú ekki um ef Halldór frá Laxnesi lagði orð í belg. I málflutningi þessara manna fundum við rökvísi og réttvísi sem við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.