Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 28

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 28
26 EINAR ÓLAFSSON ANDVARI hann hafa fengið vísindalega skýringu á örbirgð þess og andstyggð og sönnun þess að unnt væri að breyta þjóðfélaginu og skapa annað og betra, og reyndar að sósíalisminn væri þjóðfélagsleg nauðsyn, sem gat þó aðeins orðið að veruleika að menn berðust fyrir honum. Hann lýsti þessari nauðsyn enn í lok samræðna okkar árið 1988. Hann mat það svo og vísaði til ástandsins víða um heim, að sósíal- isminn væri jafnnauðsynlegur og fyrr, þótt ekki væri byltingarástand hér á Vesturlöndum eins og upp úr fyrri heimsstyrjöldinni, enda væri auðvaldsskipulagið þess eðlis sem arðránskerfi að því yrði að koll- varpa. I svari við spurningum 1. desemberblaðs stúdenta 1978 vísaði hann til orða Engels um að með sameignarþjóðfélaginu, eða síðara stigi þess, eins og Engels hugsaði sér þróunina, komist hin hlutlægu öfl, sem hingað til hafa stjórnað sögunni, undir stjórn mannsins sjálfs. „Þekking hans og vitsmunaþroski," bætti Brynjólfur við, „til þess að stýra þeim til almenningsheilla veitir honum frelsi undan framandleik hinna blindu lögmála þess óskipulagða þjóðfélags, sem frjálshyggjumenn trúa á." Einhvern veginn svona hygg ég að megi draga saman forsendur þeirrar byltingarstefnu sem Brynjólfur fylgdi í þjóðfélagsmálum. Og ég held að einmitt skýr vitund um röklegt samhengi þessara forsendna hafi komið í veg fyrir að hann léti af þessari byltingarstefnu þegar árin færðust yfir hann. Það fór nokkurn veginn saman, að Brynjólfur uppgötvaði nauðsyn þessarar byltingarstefnu og haldleysi sósíaldemókratísku flokkanna til að framkvæma hana. I bréfi, sem þeir félagarnir í Þýskalandi sendu Jafnaðarmannafélaginu í ágúst 1923, skrifuðu þeir um ástand verkalýðshreyfingarinnar á íslandi: „Okkur virðist þar einkum eftir- tektarvert að stjettarbarátta verkalýðsins hefir á örfáum árum magn- ast stórkostlega án þess þó að hún hafi eignast nokkurn öflugan, pólitískan, stefnufastan fjelagsskap, sem sje fær um að vísa henni veginn og hafa stjórnina á hendi. Rjettilega mætti orða þetta þannig að á Islandi væri verkalýðurinn orðinn sterkur en sósíalisminn lítið útbreiddur."16 Þeir litu auðvitað á Alþýðuflokkinn sem pólitískt for- ystuafl verkalýðsins en gagnrýndu hann og vöruðu sérstaklega við undirgefni hans við Framsóknarflokkinn. Einnig höfðu þeir áhyggjur af fjárhagslegum tengslum við danska jafnaðarmenn. Það er líklegt að þá þegar hafi Brynjólfur litið svo á, ef ekki þeir allir, að fyrr eða síðar þyrfti að fara að undirbúa stofnun byltingarsinnaðs flokks, kommúnistaflokks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.