Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 147

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 147
ANDVARI OFBELDI TÍMANS 145 staklingsins eru túlkuð sem ólánleg frávik frá heilagri fyrirmynd: menn virðast fölir, jafnvel óraunverulegir; hreyfing eða dauf birta myndi nægja til að þurrka þá út. I sögu Böðvars búa tilviljanir í haginn fyrir framvindu sem leidd er til lykta á hefðbundinn en umfram allt skipulegan hátt. Reynsla vesturfaranna liggur fyrir eins og opin bók; píslarganga úr öskunni í eldinn, eyðimerkur- ganga til fyrirheitna landsins. Hörmulegt lífshlaup er göfgað og gætt goð- sögulegri merkingu sem ætlað er að réttlæta skrifin. Sagan ræðst ekki til at- lögu gegn rótföstum gildum á borð við ætterni, ættjarðarást eða þá hug- mynd að sögulaus maður sé dæmdur til glötunar. Talað er um að „flytja gjafir guðanna frá kynslóð til kynslóðar“ (200). Máttur tungumálsins er hvergi dreginn í efa; merkingarheimurinn er þéttur í sér og einkennist af hefðbundu táknkerfi, rökbundinni formgerð. Líkt og í sögu Björns verða árekstrar á milli eintaklingsþarfar og samfélagsboðs en þráin skilgreinir manninn ekki til hlítar í þessum sögum: hún birtist ekki í vondum þönkum, freistingum eða innbyrlingum. Við okkur blasir ekki hyldýpi sjálfsverunn- ar; einhver tvíveðrungur eða óreiða sem vonlítið virðist að koma orðum yf- ir; vandi sem einkennir einkalega orðræðu nítjándu aldar meira en nokkuð annað. Engu að síður er saga Ólafs saga manns sem á erfitt með að stjórna þrá sinni og fá verk sín viðurkennd innan marka samfélagsins. Þau Sæunn hlaða niður börnum í óþökk yfirvalda á sama tíma og honum gengur erfið- lega að sjá fjölskyldu sinni farborða. Persónulýsingu hans einkennir þrátt fyrir þetta óhamið og jafnvel lygilegt baráttuþrek sem bilar ekki fyrr en í lok sögunnar þegar hann stendur bugaður maður á rústum framtíðar sinnar í landi dauðans og hefur kynnst hryllingi sem er á mörkum þess ósegjan- lega. Vandi sögunnar hefst með öðrum orðum þegar hún neyðist til að taka á óbærilegri reynslu einstaklings með tungumáli sem útilokar sögulega og persónulega sjálfsveru og getur ekki glímt við manninn öðruvísi en sem píslarvott á kaldri öld sem á sér guðdómlega fyrirmynd. Þessi átjándu aldar vandi verður fyrst knýjandi þegar draumalandið hefur breyst í sóttkví og í ljós kemur að fagurgalinn um frelsi í Vesturheimi reynist ævintýr og lygi. Ferðin frá eldgosum, sulti og drepsóttum var ferð inn í innstu myrkur: Skömmu áður en þremenningarnir komu að tjöldunum gengu þeir fram á þrjátíu dauða hunda sem voru bundnir á streng. Þeir voru kviðdregnir og beinfrosnir. Eng- inn hafði verið til að gefa þeim mat. Og það var Ijót aðkoma í tjöldunum, dautt fólk í fletum, sumir sátu gaddfreðnir við kulnuð eldstæðin, tvö lík lágu á grúfu undir öðrum bjálkakofanum, hrafnsvart hárið stóð upp úr snjónum og blakti fyrir golunni. I skóg- arlundi örskot upp með ánni fundu þeir nokkur lík á stöngum, þeint sem síðast fluttu þangað lík höfðu greinilega ekki enst kraftar til að lyfta þeim upp, tvö þeirra lágu þar á jörðinni, einhver skepna, kannski refur, hafði nagað af hægri hönd annars líksins. Og yfir öllu var þrúgandi þögn. Meira að segja aðkomuhundarnir niðri á vatnsbakk- unum steinþögðu. (327)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.