Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 112
110
ÁRNI SIGURJÓNSSON
ANDVARI
Sigurjón Jónsson 1927: Ljósálfar. Reykjavík: Prentsmiðjan Gutenberg.
Sigurjón Jónsson 1947: Sögur og œvintýri. Reykjavík: Bókaverslun Guðmundar Gamalíels-
sonar.
Sigurjón Jónsson 1949: Silkikjólar og glœsimennska. Skáldsaga. Reykjavík: Iðunn. (Stytt út-
gáfa af skáldsögunum frá 1924 og 1925). Sigurður Kristjánsson frá Húsavík mynd-
skreytti.
[Sigurjón Jónsson 1923]: Ævintýri og Kjarvalsmyndir. Vísir 21/12. Viðtal við SJ.
Þóroddur Guðmundsson 1958: Sigurjón Jónsson rithöfundur sjötugur. Mbl. 2/11.
Öm Ólafsson 1989: Halldór Stefánsson og expressjónisminn. Skírnir. Bls. 146-180.
Örn Ólafsson 1992: Framúrstefna Halldórs Laxness. Tímarit Máls og menningar 4/53. Bls.
83-91.
Höfundur þakkar dr. Jóni Karli Helgasyni þarfar ábendingar.
TILVÍSANIR
1. Sigfús Daðason hefur bent á að um 1940 „lögðust tilraunir með rímlaus ljóð svo að segja
algjörlega niður um sinn á íslandi“ (1987, 51), og það er ekki fyrr en um 1950 sem atóm-
skáldin láta að sér kveða að ráði. Ef til vill er hægt að taka jafn djúpt í árinni um tilraunir
með óhefðbundinn prósa og segja að þær hafi lagst niður um 1930; en sú kenning þarfn-
ast þó frekari rannsóknar (sbr. Örn Olafsson 1992, þar sem minnst er á formnýjungar í
Sölku Völku).
2. Sumir hugsa sér að ókleift sé að greina milli forms og efnis í tilvikum sem þessu; þannig
geti Salige er de enfoldige t.d. ekki talist framúrstefnusaga aðeins hvað efnið varðar (sbr.
skoðanaskipti Matthíasar Viðars Sæmundssonar (1982) og Halldórs Guðmundssonar
(1987) um þetta efni). Að sönnu er samspil forms og efnis náið, en óþarfi er þó að hár-
toga þá hugmynd. Framúrstefna birtist í margs konar formi, bókmenntategundum og list-
greinum. Það fer eftir áhuga og hæfileikum hvers höfundar á hvaða sviði hann kýs helst
að láta nýsköpun sína koma fram, og framúrstefnuskáldin voru eins og aðrir bundin hefð
að einhverju marki. Tvö verk geta miðlað sama inntaki frá vissu sjónarmiði þótt form
þeirra sé gerólíkt; en áhrifin eða inntakið verður aldrei alveg eins ef einhver (jafnvel agn-
arsmár) munur er á formi þeirra.
3. Síðustu árin bjó Sigurjón hjá einkasyni sínum og tengdadóttur í Reykjavík.
4. Meðal síðari sagna Sigurjóns eru Yngveldur fögurkinn (1951-1952), Gaukur Trandilsson
(1953), Helga Bárðardóttir (1955) og Snœbjörn galti (1958).
5. Þess má geta meðan rætt er um endurholdgunartrú Sigurjóns, að svo virðist sem hann
hafi horfið frá henni í elli. Guðrún Nikulásdóttir upplýsir (1994) að þá hafi hann stund-
um sagt: „Þegar maður er dauður, þá er maður dauður.“
6. Nærtækustu hliðstæðuna hjá Halldóri er að finna í sögunni „Liðsauki" í Dauðanum á 3.
hœð (1936), þar sem orðið „hjágata“ verður að eins konar stefi.