Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 95

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 95
andvari HINN LANGI OG SKÆRI HUÓMUR 93 Þeir sem níðast á smælingjum eru andstyggð guðs. Hvers vegna lætur þá guð níðingana komast upp með andstyggðarverk sín? Hér erum við komin að því vandamáli, sem eftir því sem á leið höf- undarferil Einars, varð meginviðfangsefni hans í glímunni við tilvistar- vanda mannsins: Spurningunni um réttlæti guðs - eða skort á réttlæti. Gott dæmi um fyrstu ávexti þessarar hugsunar eru viðbrögð Signýjar gömlu í sögunni „Skilnaði“ sem kom fyrst út 1906. Signý fréttir að sonur hennar Egill ætli að flytjast til Ameríku og hún biður guð að snúa hug hans frá þeirri fyrirætlun. Það kemur þó fyrir ekki og eftir brottför Egils lýsir Einar hugsunum hennar svo: Guð hafði þá ekki bænheyrt hana. Hann hafði ekki gefið orðum hennar nokkurn mátt. Hún hafði ekki einu sinni getað neitt sagt. En E g i 1 hafði guð eflt gegn henni. Og Egil átti hún að missa. Ekkert undanfæri! Fyrir hvað var guð að hegna henni? Var það fyrir það, að hún hafði elskað Egil meira en hin börnin? Meira en alt annað á jörðunni? Eða hafði hún ekki elskað hann nógu heitt? Ekki skal þess freistað í þessum fáu orðum að svara þeirri spurningu hvort Einar hafi ungur Brandesarsinni og uppreisnarmaður gegn öllum viður- kenndum trúarbrögðum í ríki Danakonungs staðið í þeim sporum vestur á miðjum gresjum Ameríku, er hann hafði misst konu sína og tvo syni þeirra, að guð væri honum dauður svo sem Friedrich Nietzsche talaði um í Also sprach Zarathustra. En hafi guð horfið honum, dáið í hug hans, þá fann hann guð sinn aftur gegnum spíritismann. Erum við þar komin að þeim þætti í hugsanalífi Einars sem með árunum varð æ samslungnari skáldskap hans: Trúnni á algæsku guðs og eilíft líf mannssálarinnar. Jafnframt er þetta sá hluti af lífsstarfi Einars sem stóð ekki síður að baki hlutverki hans sem andlegs leiðtoga á íslandi en sjálfur skáldskapurinn. Svo undarlega sem það kann að hljóma er spíritisminn einn anginn af vísindahyggju pósitívismans. Þegar raunvísindalegar uppgötvanir 19. aldar höfðu brotið niður ýmsar burðarstoðir kristins rétttrúnaðar vaknaði þörfin til að fylla upp í tómarúmið eftir dauðan guð og leiðin var sú að sanna ódauðleik sálarinnar og þar með tilvist guðs með rannsóknum. Sálarrann- sóknafélag nefndu spíritistar samtök sín. Ýmsir, sem um Einar H. Kvaran hafa ritað, gera því skóna að hugur hans hafi opnast fyrir kenningum spíritismans við ástvinamissinn í Kanada. Þess verður þó naumast og með mjög óákveðnum hætti vart í Lögbergi meðan hann var ritstjóri þess. Það er fyrst á ritstjórnarárunum við Norður- land á Akureyri 1901-04 sem hann tekur að marki að kynna þessi viðhorf °g síðan enn frekar í Fjallkonunni 1904-06. Eftir komuna til Reykjavíkur 1904 varð Einar helsti leiðtogi svonefnds Tilraunafélags sem starfaði fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.