Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 93
andvari
HINN LANGI OG SKÆRI HLJÓMUR
91
voru raktar í innra eintali, í óbeinni eða hálfbeinni ræðu, þess freistað að
virkja lesandann til meðhugsunar án þess að höfundurinn træði sjálfur fram
þó að auðvitað ritstýrði hann öllu á bak við tjöldin. Höfundur er lét sér svo
annt um sálarlíf persóna sinna sem Einar H. Kvaran hlaut að fága þessa
frásagnaraðferð. Ég nefni sem dæmi um hana þriðja kaflann í Ofurefli,
andvökuhugsanir séra Þorvalds fyrstu nóttina eftir komuna til Reykjavíkur.
Önnur nýjung raunsæisstefnunnar, ekki minna verð en frásagnartæknin,
var persónusköpunin og val á söguhetjum. Sá þáttur tengdist líka hneigð og
tilgangi höfundanna. Allt frá klassískum tíma höfðu smælingjar og oln-
bogabörn, hamlaðir menn og fatlaðir verið í algjörum aukahlutverkum, ef
þeir voru þá ekki beinlínis grínfígúrur. Við höfum Þersítes hjá Hómer,
þrælinn Þórð huglausa sem lét lífið fyrir Gísla Súrsson. Jón Thoroddsen
skopast miskunnarlaust að vesalingum eins og Þorsteini matgogg og
Hjálmari tudda. Með raunsæisstefnunni er smælinginn, olnbogabarnið, ut-
angarðsmaðurinn hafinn til hlutverks hetju. Vissulega hafði Gestur Pálsson
brotið ísinn í þessu efni og Þorgils gjallandi fylgt á eftir. Einar H. Kvaran
var þó sá sem öðrum fremur veitti slíkum persónum þegnrétt sem hetjum í
sögum sínum. Þorrinn allur af smásögum hans hefur smælingja að sögu-
hetju og þeir gegna líka mikilvægum hlutverkum í skáldsögum hans.
Með raunsæisstefnunni hlutu líka konur nýtt hlutverk í skáldverkum og
nýjar kvengerðir voru hafnar til vegs sem söguhetjur. Það var hin full-
þroska, lífsreynda, víðsýna og heillynda kona sem varð eins konar ídeal
raunsæishöfunda. Án alls efa hafði bók John Stuart Mills um kúgun
kvenna í þýðingu Brandesar mikið gildi fyrir norræna höfunda í þessu efni.
í heilleika sínum stóðu þessar konur oftar en ekki andspænis hálfum og
holum sveimhugum karlkyns. Kvennasafnið í sögum Einars er ákaflega
fjölbreytilegt. Við hittum þar satanískar kerlingar, fullar kvalalosta eins og
Ólöfu í „Fyrirgefningu“ eða Þorgerði í „Vistaskiptum“. Við kynnumst
hetjusmælingjum eins og Vitlausu Gunnu eða Grímu í Sambýli. Og svo eru
Wenntuðu og víðsýnu konurnar: Yfirdómarafrúin og dóttirin í Ofurefli,
Rannveig í Sambýli og nafna hennar í Sögum Rannveigar. Slíkar konur í
sögum Einars eru þó allar auðmjúkari og sveigjanlegri en systur þeirra í
verkum Ibsens eða Strindbergs eða bara bornar saman við Önnu í „Vor-
draumi“ Gests Pálssonar.
Sérstakur flokkur í persónusafni Einars eru þær myndir sem hann dregur
UPP af borgurum sinnar tíðar. Um þá skiptir mjög í tvö horn. Annars vegar
sjáum við spillta sérhagsmunaseggi, gróðabraskara nýrrar stéttar athafna-
rnanna. Þessir einstaklingar gegna oftar en ekki hlutverki söguþrjóta hjá
Einari. Meðal þeirra eru Þorbjörn í Ofurefli og Gulli, Jósafat í Sambýli og
Kaldal í Sögum Rannveigar. í flokk þessara illmenna slást a.m.k. í tveimur
sögum óprúttnir blaðamenn. Hins vegar eru hinir menntuðu, mannúðlegu