Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 29

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 29
andvari BRYNJÓLFUR BJARNASON 27 Til starfa Þegar leið á árið 1923 tókst að hemja verðbólguna í Þýskalandi og þar með var lokað þessari leið auralítilla erlendra stúdenta til að komast þar af. Brynjólfur lagði af stað heim í janúar 1924. Einar og Ársæll komu heim um svipað leyti. Einar fór beint heim til Akureyr- ar og var fljótlega kominn á kaf í pólitískt starf, sem hann hefur lýst í bók sinni Kraftaverk einnar kynslóðar. Brynjólfur og Ársæll settust að í Reykjavík. „Okkur þótti góður fengur hafa borizt okkur,“ sagði Hendrik Ottósson í bók sinni Vegamót og vopnagnýr (s. 56), „er þessir félagar komu heim. Þeir voru manna bezt að sér í fræðilegum efnum og héldu opt fyrirlestra. Við hinir, sem heima höfðum setið, höfðum ekki haft tíma til þess að iðka fræðilegt nám sosialismans nema að mjög litlu leyti. Við höfðum átt í þrasi við andstæðinga og verið önn- um kafnir í félagsmálum.“ Brynjólfur skrifaði greinaflokk sem hét „Kommúnisminn og bændur“ og birtist í Rétti á árunum 1925-28. Ái- ið 1926 hélt hann fyrirlestra fyrir Alþýðufræðslu Stúdentafélagsins um jafnaðarstefnuna fyrir daga Karls Marx og hina efnislegu sögu- skoðun og rakti þar heimspekilegar og hugmyndasögulegar forsend- Ur sósíalismans og marxismans. Þessir fyrirlestrar voru prentaðir í Rétti 1929 og 1930. Þar birtist líka árið 1928 þýðing Brynjólfs á at- hugasemdum Karls Marx við stefnuskrá þýska verkalýðsflokksins með formála og eftirmála Brynjólfs, en þessi grein Marx hefur þótt sígilt innlegg í deilur kommúnista og sósíaldemókrata og birtist um Þær mundir sem uppgjörið var að verða milli þeirra hér á landi. Auk ótal greina undir nafni eða nafnlaust í Verklýðsblaðinu og Pjóðvilj- anum átti Brynjólfur eftir að skrifa mikið í Rétt og munar þar mest um innlenda víðsjá sem hann skrifaði að staðaldri á árunum 1940-57. En þar til fyrsta heimspekirit hans kom út 1954 réðu hin aðkallandi pólitísku verkefni nær öllum skrifum hans og ræðum. Þeir Brynjólfur og Ársæll tóku strax til starfa á þeim vettvangi sem um var að ræða, Félagi ungra kommúnista og Jafnaðarmannafélag- inu og Alþýðuflokknum gegnum það. Snemma árs 1924 var stofnað Samband ungra kommúnista, en þá höfðu verið stofnuð félög ungra kommúnista á örfáum stöðum utan Reykjavíkur. Hendrik varð for-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.