Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 80
SVEINN SKORRI HOSKULDSSON
Hinn langi og skæri hljómur
Um höfundarverk Einars H. Kvarans
i
„Sú var tíð, segir í bókum, að íslenska þjóðin átti aðeins eina sameign [. . .].
Það var klukka.“
A þeim orðum hefst sú skáldsaga Halldórs Laxness, íslandsklukkan, sem
öllum öðrum bókum fremur verðskuldar heitið hetjuljóð þjóðar, national-
epos íslendinga. Þau eiga raunar við um skáld okkar og skáldskap á öllum
öldum. A hverri tíð, hversu myrk sem hún kunni að vera, hafa lifað meðal
okkar skáld og andans menn er þjóðin hlýddi á þegar klukka þeirra
glumdi. Oftar en ekki var hljómur máls þeirra, boðskapur orða þeirra,
hugsun þeirra og list eina sameign fátækrar þjóðar. Minnumst meistara
Jóns og séra Hallgríms í Saurbæ.
A þessari öld hafa að mínu viti verið uppi þrír menn á okkar landi sem í
verkum sínum skópu og varðveittu þá klukku íslands sem öll þjóðin lagði
eyru við þegar hljómur hennar barst um byggðir. Þeir voru Einar Hjörleifs-
son Kvaran, Sigurður Nordal og Halldór Kiljan Laxness.
Nokkurn hluta ævi sinnar lifðu þeir allir samtímis hver öðrum. Þó var
hlutverkum þeirra svo skipað í menningarsögu þessarar aldar að annar tók
við af hinum sem sá höfðingi andans að allir hlustuðu er rödd hans heyrð-
ist. Með miklum rétti getum við talað um þrjú skeið eða þrjár aldir - öld
Kvarans, öld Nordals, öld Laxness - og hratt hver þeirra gildum og goðum
hinnar fyrri af stalli.
Hvað er skáldskapur? Hvert er hlutverk skálda?
Þegar stórt er spurt verður tíðum smátt um svör. Ekki geng ég heldur
svo drjúgur fram í dul að ég þykist kunna þau. Svörin verða líka vísast jafn-
mörg svarendunum.
Klassísk og rómantísk skilgreining er sú að skáldskapur sé guðlegt æði.
A guðlaus maður að láta sér nægja svo jarðneska skilgreiningu sem
skemmtun á háu plani? Er það ekki einn af innbornum eiginleikum þessar-
ar dýrategundar, sem kallast maður, eftir að hún þróaðist á það stig að ráða