Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 146
144
EIRÍKUR GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Ólafs þiggur að gjöf frá frelsishetjunni, á hrottalegan hátt; og biður dreng-
inn að flá hræið. Tíðin þar áður hafði verið Ólafi góð, heimurinn jafnvel
vinalegur: hann eignaðist hljóðfæri föður síns, kynntist tréskurðarjárnun-
um, hinum heillandi póstlúðri, Fjölni, Leirgerðarlögunum og náttúru heið-
arinnar. Með hundshræinu sýnir heimurinn honum hins vegar sitt rétta
andlit: „„Einu sinni var lífið fallegt“, hugsaði hann. „Það var gaman að
vakna á morgnana og sælt að sofna á kvöldin. Lífið á að vera þannig. Og
þannig er það ekki hér. Ég fer.““ (78). Vetrarmaður verður hann norðan
heiðar þar sem hann kynnist konu sinni, Sæunni Hjálmarsdóttur. Líkt og
Kristjáni Magnússyni í sögu Björns gengur honum illa að hafa hemil á
holdi sínu og þarf að þola aðskilnað við konu sína og börn af þeim sökum.
Hann hrekst á milli hreppa, hagleikur hans á tré er ekki metinn að verð-
leikum. Frásögnin af hokri þeirra á íslandi er hörmungunum merkt og svo
fer að þau bregða búi og láta glepjast af fagurgala um betra líf í Vestur-
heimi.
Þegar nánar er að gáð virðist þessi saga hafa þegið fleira frá átjándu öld
en bréfaformið. Samhengi og rökhugsun textans fær ekkert kollvarpað. Að
baki býr sjálfvirkt flokkunarkerfi, tilvist söguhetjunnar er felld inn í reglu
sem minnir um margt á það hvernig menn skipulögðu heiminn á ofanverðri
sautjándu og átjándu öld samkvæmt franska heimspekingnum Michel
Foucault.5 A þeim tíma var tilvera mannsins ekki dregin í efa á hennar eig-
in forsendum. Maðurinn var hvorki skapari, höfundur né guð heldur var
hlutverk hans það eitt að útskýra skipan heimsins í ljósi óvefengjanlegra
hugmynda. Forsenda slíks þekkingarstarfs fólst í því að tæki lýsingarinnar
væri áreiðanlegt og gegnsætt. Tungumálið var strangt til tekið ekki til og
átti sér engan annan stað en lýsinguna, það var ekki sá torræði og dularfulli
hluti heimsins sem það var á endurreisnartímanum þegar menn hugsuðu
heiminn í ljósi líkinga þar sem hvert einasta fyrirbæri tengdist öðru á flók-
inn hátt. Hlutverk hugsuða var að lýsa þeirri reglu sem þegar var fyrir
hendi í náttúrunni, líkt og Eggert Ólafsson gerði í Ferðabókinni um miðja
átjándu öld. Menn trúðu því með öðrum orðum að lýsingin gæfi kórrétta
mynd af sönnu skipulagi heimsins. Þekkingarstarfi mannsins - hvort sem
hann setti saman „töflu“ yfir eldfjöll, steintegundir eða jurtir - var hins
vegar ekki hægt að lýsa. Það var af þessum sökum sem Foucault fann
manninum engan stað í klassískri hugsun. Svo tekin sé líking af myndverki,
líkt og Foucault gerir sjálfur í upphafi Orða og hluta, þá komst maðurinn
ekki inn á myndina án þess að skipulag hennar tæki róttækum breytingum,
líkt og gerðist að hans mati í lok átjándu og í upphafi þeirrar nítjándu þeg-
ar hugsunin tók nýja stefnu - sjálfsverunni var með öðrum orðum haldið í
skefjum. Af þessum sökum birta til dæmis sjálfsævisögur átjándu aldar
manna sársaukafulla sjálfsafneitun sem jaðrar við meinlæti; sérkenni ein-