Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 48

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 48
46___________________________________EINAR ÓLAFSSON_____________________________ANDVARI herafli hafður hér, að stríðinu loknu." Þetta var í samræmi við þá stefnu sem sósíalistar höfðu haft áður en stríðið hófst, að íslendingar færu fram á það við fjögur ríki, England, Frakkland, Bandaríkin og Sovétríkin, að þau lýstu yfir því, að þau skoðuðu árás á ísland sem árás á sig, og tækju að sér vernd íslands með þessu móti.32 „Við meg- um aldrei falla til fóta áhrifasvæðakenningunni," sagði hann í grein í Pjóðviljanum 17. júní 1944. En í þessari þingræðu lagði Brynjólfur líka áherslu á að íslendingar kappkostuðu að gera sambúðina við ameríska setuliðið sem vandræðaminnsta en halda djarflega á öllum rétti sínum. „Það er sama, hvort alþýðumaðurinn í hermannakufli á heima í Bandaríkjunum, Bretlandi eða í öðrum löndum, hagsmunir hans eru alls staðar hinir sömu. . . Þeir munu reynast beztu íslend- ingarnir, sem hafa hina sósíalísku alþjóðahyggju að leiðarvísi í allri sinni framkomu." En alla tíð lagði Brynjólfur mikla áherslu á að losa ísland út úr þessu hernaðarsambandi hvert sem form þess hefur ver- ið. Það varð grundvallarbaráttumál upp frá þessu. Á fyrstu árum sínum herti Sósíalistaflokkurinn mjög á baráttunni fyrir óflokksbundnu verkalýðssambandi. Á Alþýðusambandsþingi haustið 1940 var loks samþykkt að skilja það frá Alþýðuflokknum. Og nú tókst að sameina hin klofnu verkalýðsfélög. í árslok 1941 hófu verkalýðsfélögin baráttu fyrir bættum kjörum sem harðnaði upp úr áramótum og náði hámarki þegar leið á árið 1942. Þótt Alþýðuflokk- urinn drægi sig út úr ríkisstjórninni þegar hún setti bráðabirgðalög á verkalýðshreyfinguna í ársbyrjun 1942 hélt hann og Alþýðusam- bandsforystan mikið til að sér höndum meðan á þessari baráttu stóð en Sósíalistaflokkurinn sýndi verkamönnum virkan stuðning og margir forystumenn í aðgerðunum komu úr hans röðum. Með sigri verkalýðsins í kjaradeilunum og kosningasigrum Sósíal- istaflokksins 1942 breyttust valdahlutföllin á íslandi. Það varð ekki gengið framhjá þeim flokki sem Alþingi lýsti tveim árum fyrr óalandi og óferjandi. Staða sósíalista breyttist líka mjög eftir að Þjóðverjar réðust á Sovétríkin í júní 1941 og síðan áttu þeir ágætt samstarf við hina flokkana vegna kjördæmamálsins 1942 og undirbúnings lýðveld- isstofnunarinnar. Hermann Jónasson og hans armur í Framsóknar- flokknum fóru að gæla við hugmynd um vinstri stjórn með þátttöku Sósíalistaflokksins og eftir haustkosningarnar lagði Ólafur Thors til að mynduð yrði nefnd allra þingflokka til að freista þess að mynda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.