Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 70
68
HELGI HALLGRÍMSSON
ANDVARI
saman, þó að Leifa hafi líklega fundist það fegurra og skáldlegra að láta
Adam geta huldufókið með blómunum en með jörðinni sjálfri eða mold-
inni.
Ekki er ólíklegt að í þessum tilgátum gæti áhrifa fornra heiðinna goð-
sagna, þar sem jörðin er iðulega í hlutverki móður. Má minna á að Þór,
helsti guð Ásatrúar, var nefndur sonur Óðins og Fjörgynjar eða Jarðar, og
hjá Hellenum var Gia (jörðin) móðir margra goðvera.
Úr Ólafs sögu Þórhallasonar
Ólafur Þórhallason, aðalpersónan í þessari sögu, lét Þórhildi álfkonu í Þór-
hildardal á Skaga segja sér ýmsan vísdóm um huldufólk og lifnaðarhætti
þess. Þar á meðal er þetta úr trúarbók álfa:
Á þeim dögum þegar Guðs synir giftu sig með dætrum mannanna; það var þegar Sets
synir, sem Guð kallaði sína afkomendur, giftu sig með Kains dætrum, sem Guð út-
skúfaði fyrir óhlýðni sína og bróðurmorð; reiddist þá Guð þeirra þvermóðsku og
sendi Nóa, sem skyldi prédika fyrir þeim og fyrirboða, að ef þeir ekki vildu láta af
hinum óguðlega vegi, vildi hann senda vatnsflóð yfir jörðina og drekkja öllum þeim
kvikfénaði, sem lifandi anda hefði ofanjarðar; en þó gaf hans miskunnsemi þeim
hundrað og tuttugu ár til umvendunar, ef þeir vildu láta af sínum vonda vegi og óguð-
legu athæfi.
En þegar ekki varð af þeirra umvendan um svo langan tíma, fyrirsagði Guð Nóa að
láta byggja skip eitt, á hverju hann kynni að bjargast með átta sálum, er þar væri inn-
anborðs. Mátti þar af marka Guðs stranga réttlæti á móti þeim óguðlegu og van-
trúuðu, að smiðirnir sjálfir, sem smíðuðu örkina, máttu fyrirfarast sem allir aðrir er
utanborðs voru. Engu að síður vísaði Guð sína hjartagæsku og miskunnsemi, því að
þar voru nokkrir sem iðruðust, þegar þeir sáu í hvert óefni og vanda þeir voru komn-
ir og nú var ekkert fyrir augunum annað en dauðinn; þyrmdi Guð þá þeirra lífi og
opnaði fyrir þeim jörðina, sem áður var úttæmd af vatninu, því þaðan var runnið
meginið af því mikla vatnsflóði, sem komið var ofanjarðar.
Par sagði hann að þeir skyldu hafa sinn bústað þar eftir, en sökum þess þeir vildu
ekki hlýða réttlætisprédikun Nóa, skyldu þeir enga umgengni hafa með Nóa sonum,
ellegar því afkvæmi er kæmi af hans lendum. Þannin hefir ætt vor upprunnið og út-
kvíslast innanjarðar líka sem yðar.9
Ólafs saga er að vísu skáldsaga, að öllum líkindum sú fyrsta sem samin er
í þeim tilgangi síðan á ritöldinni miklu. Þessi tilgáta um uppruna álfa kem-
ur mér vitanlega hvergi annarsstaðar fram, og kann því að vera sprottin
upp í hugarheimi höfundarins. Hitt er þó líklegra, að hann hafi heyrt þessa
getið í munnmælum eða rituðu máli, því að langmest af vættasögum Olafs-