Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 58

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 58
56 EINAR ÓLAFSSON ANDVARI það ekki rakið frekar hér. Brynjólfur var kosinn formaður fram- kvæmdarnefndar flokksins 1960. En á þrettánda þingi flokksins 1962 myndaðist bandalag um kosningu í miðstjórn og féll þá Brynjólfur úr miðstjórn ásamt mörgum hinna gömlu félaga. Það er ekki ástæða til að rekja hér þá þróun sem leiddi til þess að Alþýðubandalagið var gert að flokki og Sósíalistaflokkurinn lagður niður árið 1968. Brynjólfur rakti þessa sögu frá sínum sjónarhóli í samræðum okkar. Þar vék hann að hinum samfélagslegu ástæðum þessarar þróunar. Hin samstæða öreigastétt áranna fyrir stríð var ekki lengur til, nú var ekki aðeins komin upp fjölmenn millistétt, sjálf verkalýðsstéttin var ekki söm og áður og var á margan hátt sundurleitari, hugmyndafræði hinnar kapítalísku einstaklingshyggju hafði meiri hljómgrunn og það fólk sem nú var komið til sögunnar kunni ekki við hina miklu félagshyggju sem einkenndi flokkinn og þær kröfur sem gerðar voru til félaganna. Það hafði engan áhuga fyr- ir umbyltingu þjóðfélagsins, enda var hún ekki í sjónmáli. Brynjólfur dró sig nú æ meir út úr pólitísku starfi. Hann gekk í hinn nýja flokk en tók lítinn þátt í starfi innan hans þótt hann léði nafn sitt neðarlega á framboðslista í kosningum. Gegn vilja sínum var hann kosinn á flokksráðstefnu Alþýðubandalagsins haustið 1969. í minningargrein um Brynjólf rifjaði Svavar Gestsson hana upp: „A öðrum fundardegi kvaddi Brynjólfur sér hljóðs og ræða hans er öll- um sem á hlýddu eftirminnileg: Hann hafði efasemdir um Alþýðu- bandalagið. Og hver hefur það ekki? En hann komst að málefnalegri niðurstöðu sem byggðist á rökum - rökum sem voru honum áreiðan- lega ekki þægileg. En hann spurði aldrei um slíkt - heldur um mál- efni og aftur málefni. Þess vegna voru honum persónuupphlaup seinni ára í flokknum ekki að skapi. Þau rök sem Brynjólfur komst að þá eru raunar fullgild enn í dag: íslenskir sósíalistar eiga engan annan flokk en Alþýðubandalagið með öllum kostum þess og aug- ljósum göllum.“ Sósíalistafélag Reykjavíkur starfaði áfram eftir að hinn nýi flokkur var stofnaður og í ársbyrjun 1970 var þar samþykkt að félagar þess gætu ekki verið í öðrum stjórnmálaflokkum. Brynjólfur varð nú að velja og með þungum hug valdi hann Alþýðubandalagið. Sósíalista- félagið átti sér enga framtíð, það koðnaði ofan í klíku sem smám saman dó út. En Brynjólfur var ekki einangrunarsinni. Allt hans stjórnmálastarf fólst í að fylkja alþýðunni saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.