Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 14
12
EINAR ÓLAFSSON
ANDVARI
Að eigin sögn var Brynjólfur gerónýtur til allrar sveitavinnu, eins
og hann komst sjálfur að orði í viðtölum mínum við hann árið 1988.2
Hann lá í bókum, þótt bókakostur væri ekki mikill, en naut þess þó
að búið var að stofna lestrarfélag í sveitinni. Pegar hann náði ekki í
annað las hann í Biblíunni og kvaðst hafa lesið þá bók margsinnis
spjaldanna milli. Tvær bækur höfðu mest áhrif á hann af öllu sem
hann las í bernsku, sagði hann í svari við spurningu um lífsskoðun í
Ríkisútvarpinu 1969.3 Þær voru Austurlönd eftir Ágúst H. Bjarnason
og Úranía eftir Flammarion. Þessar bækur opnuðu honum nýja sýn,
sagði hann. Hann komst að raun um, að það sem honum var kennt í
Helgakveri og prédikunum prestsins voru ósannindi. „Ég fylltist
heilagri reiði. Barnshugann þyrsti í þekkingu og einhverja vitneskju
um þá veröld, sem hann var fæddur í án þess að skilja. I stað þess að
veita honum einhverja úrlausn í því efni, var logið að honum. Og
þetta voru engar venjulegar lygar um hversdagslega og smávægilega
hluti, heldur um það, sem öllu máli skipti, hið mikilvægasta af öllu,
sjálfan grundvöll mannlegs lífs.“ Fyrir ferminguna háði hann innri
baráttu, honum var skapi næst að segja nei við altarisborðið. Hann
kvað móður sína hafa skilið sig, en gat þó ekki gert henni þá smán
að neita að láta ferma sig. Svo mikið var ofurvald hinnar hefð-
bundnu lífsskoðunar, sagði hann.
Þrátt fyrir efnaleysi tókst með aðstoð góðra manna að koma
Brynjólfi til mennta og árið 1913 fór hann til Reykjavíkur, fimmtán
ára gamall, til að lesa undir gagnfræðapróf. Að tveim árum liðnum
tókst honum með herkjum að eigin sögn að ná gagnfræðaprófi. Gat
hann þá sest í fjórða bekk eða lærdómsdeild haustið 1915. Helstu
kunningjar hans þar voru Hendrik Ottósson, Ársæll Sigurðsson,
Pálmi Hannesson síðar rektor og Einar Ólafur Sveinsson síðar pró-
fessor. Aðrir skólafélagar hans urðu miklir vinir hans síðar, svo sem
Bjarni Guðmundsson læknir, Jón Thoroddsen skáld og Dýrleif Árna-
dóttir. Stúdentspróf tók Brynjólfur vorið 1918.