Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 110

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 110
108 ÁRNISIGURJÓNSSON ANDVARI Ekki er ástæða til að fjalla hér um Ljósálfa, ljóðabók Sigurjóns Jónssonar frá 1927, en hún er mestöll í farvegi guðspekinnar og sætir litlum tíðindum frá skáldskaparsjónarmiði. Höfuðverk Sigurjóns á árunum milli fullveldis og kreppu eru skáldsög- urnar tvær um Jón á Grund og seinheppnu góðmennin Áskel og Snorra, en framtíðarsagan Fagri-Hvammur er einnig skondin á sína vísu, og harla sér- stæð. Sigurjón segir í inngangi að annarri útgáfu Silkikjólanna (bls. 6) að um 1920 hafi komið fram rithöfundar sem hafi verið kallaðir „hinir ungu" og vildu grípa upp merki eldri skáldanna, sem nú voru óðum að ganga úr leik, og hafi hann sjálfur verið talinn til hópsins. Af þessum ungu höf- undum segir Sigurjón að sér hafi þótt „mest vert um Jón Thoroddsen"; en skemmtilegastur þótti honum Þórbergur Þórðarson, þó að hann skopaðist að mér eins og flestum öðrum. Hann bar höfuð og herðar yfir þenna hóp „hinna ungu" með snilld sinni og snerpu í allri hugsun og lystilegri fram- reiðslu skopsins. Hann tel ég hiklaust höfund nýs „skóla", eða nýrrar stefnu í bók- menntum landsins, og Halldór Kiljan Laxness hans merkilegasta lærisvein, hvað sem stjórnmálaskoðun þeirra líður. (1949, 6) Mér virðast sögur Sigurjóns Jónssonar ekki síst fróðlegar til samanburðar við rit Þórbergs Þórðarsonar. Báðir þessir höfundar munu vera fæddir árið 1888, báðir hafa annan fótinn í sveit, hinn í borg, báðir eru áhugasamir um austrænar trúarhugmyndir, báðir eru jafnaðarmenn sem aðhyllast andlega byltingu og forðast að gera greinarmun á kommúnisma og lýðræðisjafnað- arstefnu í skrifum sínum á þriðja áratugnum; og báðir eru góðir stílistar og góðir húmoristar, og báðir líklega gáfaðir sérvitringar. Þórbergur var rek- inn úr starfi vegna Bréfs til Láru, og af líku tilefni gengu einhverjir á fund húsbænda Sigurjóns í bankanum og fóru þess á leit að hann yrði rekinn úr starfi, eftir því sem hann segir sjálfur (1949, 7). Svo fór að Þórbergur skrifaði að heita má engar skáldsögur, en það er auðvelt að hugsa sér að Sigurjón hafi skrifað í orðastað hans, og verið eins konar andlegur tvíburabróðir hans. Sigurjón Jónsson má skoða sem merk- an og að nokkru leyti týndan hlekk í forsögu íslenskra nútímabókmennta, og deiglan í bókmenntum þriðja áratugarins birtist einna skýrast í skáld- sögum hans. Þar koma fram tvö megineinkenni í sagnagerð þessa tíma, sem getið var um fyrr: lífsskoðanaumræða og formnýjungar. Það skal játað að trúarhégiljur eru áberandi í sögum Sigurjóns, en engu að síður eru þær bæði skemmtilegar og nútímalegar. Sigurjóni Jónssyni ber meiri sess í bók- menntasögunni en ætla mætti af þeim yfirlitsritum sem út hafa komið til þessa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.