Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 8
6
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
Þetta beina kjör forseta íslands skiptir meginmáli um stöðu hans meðal
þjóðarinnar. Það veitir embættinu þyngd og með því hlýtur forseta að vera
fengin sjálfstæð staða gagnvart Alþingi, ella myndi þingið kjósa hann eins
og í upphafi var ætlunin og gæti þá vikið honum frá ef til ágreinings kemur.
En þannig er það ekki, forseti situr ekki í skjóli þingmeirihluta og þingið
getur ekki haggað við honum meðan hann virðir stjórnarskrána. Þjóðkjörið
hlýtur að tákna að litið sé á forsetann sem eins konar umboðsmann þjóðar-
innar gagnvart stjórnkerfinu sem hafi vald og rétt, jafnvel skyldu, til að
skjóta undir dóm þjóðarinnar umdeildum ákvörðunum þingsins um hin
stærstu mál, svo að landsmenn geti sjálfir, milliliðalaust, skorið úr um þau.
Stjórnskipun okkar er að vísu þingræði eins og í nálægum löndum. En því
má aldrei gleyma að lýðræðið er þingræðinu æðra og forseti íslands er kjör-
inn trúnaðarmaður almennings sem á að gæta þess að þingið brjóti ekki
gegn vilja þjóðarinnar.
Um þessi atriði og önnur sem varða forsetaembættið fjallaði Sigurður
Líndal prófessor í ítarlegri grein í Skírni 1992, „Stjórnskipuleg staða forseta
Islands“, sem hér má vísa í. Þessi grein kom talsvert við sögu fyrir nýaf-
staðnar forsetakosningar. Þar er ekki síst fjallað um hinn svokallaða mál-
skotsrétt sem lýst er í 26. grein stjórnarskrárinnar þar sem kveðið er á um
heimild forseta til að synja lögum staðfestingar. Þau öðlast að vísu gildi
þótt hann synji, en skulu þá lögð undir þjóðaratkvæði. Sigurður telur eðli-
legt að líta svo á að málskotsréttur forseta sé virkur í raun, „enda ekki heil
brú í því“, segir hann, „að efna til þjóðkjörs um valdalausan forseta þar
sem ekki er um annað að kjósa en persónulega eiginleika.“
Það kom greinilega í ljós við undirbúning forsetakjörs að þessu sinni að
þjóðin vill að forseti íslands hafi þetta vald og beiti því við sérstakar að-
stæður. Meir að segja má fullyrða að vægi forsetaembættisins sé að miklu
leyti undir því komið að þetta ákvæði sé virkt og öllum ljóst að það er ekki
orðin tóm. Gagnstæðri skoðun hefur að vísu Þór Vilhjálmsson hæstaréttar-
dómari lýst í nýlegri ritgerð, „Synjunarvald forsetans“, í Afmœlisriti Gauks
Jörundssonar, 1994. Þór telur að vald forseta sé í reynd ekkert, hann geti
ekki á eigin spýtur neitað að undirrita lög og þótt hann geri það samt
breyti slíkt engu og engin þjóðaratkvæðagreiðsla þurfi að fara fram. Sam-
kvæmt því áliti er 26. grein stjórnarskrárinnar sem um þetta fjallar dauður
bókstafur. Enginn stjórnlagafræðingur hefur opinberlega tekið undir álit
Þórs. En í reynd er þetta auðvitað pólitískt mál en ekki lögfræðilegt, enda
er forsetaembættið pólitískt í eðli sínu þótt forsetinn sé ekki flokksleiðtogi.
Ætti miklu fremur að styrkja pólitískt hlutverk forseta en draga úr því. í
vitund almennings getur hann ótvírætt gegnt slíku hlutverki. Þegar sú hugs-
un kemur fram nú er það árétting á því sem fyrr hefur gerst. Þrisvar sinn-
um í sögu lýðveldisins hefur þannig formlegum tilmælum verið beint til for-