Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Síða 8

Andvari - 01.01.1996, Síða 8
6 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI Þetta beina kjör forseta íslands skiptir meginmáli um stöðu hans meðal þjóðarinnar. Það veitir embættinu þyngd og með því hlýtur forseta að vera fengin sjálfstæð staða gagnvart Alþingi, ella myndi þingið kjósa hann eins og í upphafi var ætlunin og gæti þá vikið honum frá ef til ágreinings kemur. En þannig er það ekki, forseti situr ekki í skjóli þingmeirihluta og þingið getur ekki haggað við honum meðan hann virðir stjórnarskrána. Þjóðkjörið hlýtur að tákna að litið sé á forsetann sem eins konar umboðsmann þjóðar- innar gagnvart stjórnkerfinu sem hafi vald og rétt, jafnvel skyldu, til að skjóta undir dóm þjóðarinnar umdeildum ákvörðunum þingsins um hin stærstu mál, svo að landsmenn geti sjálfir, milliliðalaust, skorið úr um þau. Stjórnskipun okkar er að vísu þingræði eins og í nálægum löndum. En því má aldrei gleyma að lýðræðið er þingræðinu æðra og forseti íslands er kjör- inn trúnaðarmaður almennings sem á að gæta þess að þingið brjóti ekki gegn vilja þjóðarinnar. Um þessi atriði og önnur sem varða forsetaembættið fjallaði Sigurður Líndal prófessor í ítarlegri grein í Skírni 1992, „Stjórnskipuleg staða forseta Islands“, sem hér má vísa í. Þessi grein kom talsvert við sögu fyrir nýaf- staðnar forsetakosningar. Þar er ekki síst fjallað um hinn svokallaða mál- skotsrétt sem lýst er í 26. grein stjórnarskrárinnar þar sem kveðið er á um heimild forseta til að synja lögum staðfestingar. Þau öðlast að vísu gildi þótt hann synji, en skulu þá lögð undir þjóðaratkvæði. Sigurður telur eðli- legt að líta svo á að málskotsréttur forseta sé virkur í raun, „enda ekki heil brú í því“, segir hann, „að efna til þjóðkjörs um valdalausan forseta þar sem ekki er um annað að kjósa en persónulega eiginleika.“ Það kom greinilega í ljós við undirbúning forsetakjörs að þessu sinni að þjóðin vill að forseti íslands hafi þetta vald og beiti því við sérstakar að- stæður. Meir að segja má fullyrða að vægi forsetaembættisins sé að miklu leyti undir því komið að þetta ákvæði sé virkt og öllum ljóst að það er ekki orðin tóm. Gagnstæðri skoðun hefur að vísu Þór Vilhjálmsson hæstaréttar- dómari lýst í nýlegri ritgerð, „Synjunarvald forsetans“, í Afmœlisriti Gauks Jörundssonar, 1994. Þór telur að vald forseta sé í reynd ekkert, hann geti ekki á eigin spýtur neitað að undirrita lög og þótt hann geri það samt breyti slíkt engu og engin þjóðaratkvæðagreiðsla þurfi að fara fram. Sam- kvæmt því áliti er 26. grein stjórnarskrárinnar sem um þetta fjallar dauður bókstafur. Enginn stjórnlagafræðingur hefur opinberlega tekið undir álit Þórs. En í reynd er þetta auðvitað pólitískt mál en ekki lögfræðilegt, enda er forsetaembættið pólitískt í eðli sínu þótt forsetinn sé ekki flokksleiðtogi. Ætti miklu fremur að styrkja pólitískt hlutverk forseta en draga úr því. í vitund almennings getur hann ótvírætt gegnt slíku hlutverki. Þegar sú hugs- un kemur fram nú er það árétting á því sem fyrr hefur gerst. Þrisvar sinn- um í sögu lýðveldisins hefur þannig formlegum tilmælum verið beint til for-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.