Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 106

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 106
104 ÁRNI SIGURJÓNSSON ANDVARI milli draumsýna um auðugt mannlíf og háþróaða verktækni, en þau tvö sjónarmið hafa löngum verið gagnstæðar meginstefnur í útópíuskáldskap (sbr. Árni Sigurjónsson 1983). En sérstaka athygli vekur auðvitað hve stór- an hlut skáldið ætlar KEA í höfuðstað Norðurlands árið 2621 og er eftir að sjá hvort sú kenning gengur eftir. Viðtökur fékk Fagri-Hvammur blendnar. í lofsamlegum umsögnum var bókinni hrósað fyrir að vera lipurlega og fjörlega skrifuð og fyrir að vekja fólk til umhugsunar. Ein umsögn var aftur á móti mjög neikvæð og birtist hún í Lögbergi í Winnipeg. Segir þar að bókin sé sjáleg hvað ytri umbúðir varðar, „En innihaldið er eitthvert það bágbornasta rugl, sem vér höfum lengi séð, og furðar oss stórum að eins skýr maður og Porsteinn Gíslason er ( . . . ) skuli ljá sig til að koma öðrum eins vaðli (...) á prent til þjóðar sinnar“ (29/12 1921). Má ætla að Lögbergsmenn hafi ekki verið ginnkeyptir fyrir endurholdgunarkenningunni og að mat þeirra á bókinni stjórnist af því. ★ Árið 1922 kom út skáldsaga eftir Sigurjón Jónsson sem nefnist Silkikjólar og vaðmálsbuxur. Þessi smellni titill vísar til togstreitu í íslensku þjóðlífi á þessum tíma, sem stóð milli dreifbýlis og þéttbýlis, nýrra siða og gamalla, þjóðlegrar tísku og alþjóðlegrar; enda er þessi togstreita einmitt megin- viðfanpsefni bókarinnar. Piltur og stúlka í sveitinni fella hugi saman, þau heita Áskell og Svava. Áskell er fátækur en duglegur í skóla og tekur prest- urinn hann til sín og kemur honum til mennta til Reykjavíkur ásamt Jóni syni sínum. Svövu langar þessi ósköp að fara suður í höfuðstaðinn að læra á píanó eins og aðrar fínar stúlkur. En Eyjólfur bóndi, faðir hennar, er lítt hrifinn af þeirri hugmynd. Hann taldi „nógu margar kaupstaðartildurdað- urdrósirnar (...) til þess að leika skollablindu á mölinni við kaupstaðar- buxnavaxahengilmænuhortittina, þó að börnin mín taki ekki þátt í því“ (76). í Reykjavík reynist Jón slakur námsmaður og stundar hvers konar skemmtanir af kappi, liggur í stelpum og áfengi; en gæðablóðið Áskell skrifar Svövu sinni og stundar námið. í bréfi til unnustunnar segir hann meðal annars: Elskulega Svava mín. Pú ert nógu mentuð handa mér, af því að þú ert góð. Ég efast um að þetta kapphlaup að mentuninni sé nokkuð gott. Mentunin er öll fólgin í því að þroska vit og afl mannanna. (...) Mentunin gleymir þriðja þætti guðs, sem er kær- leikurinn, sem er mestur. Þess vegna gerir hún flesta að siðlausum þrjótum. (107) Tveimur árum síðar eru þeir Jón og Áskell komnir aftur í sveitina. Verður Jóni það á að barna vinnukonu sem sögð er hálfgerður hálfviti og biður Áskel að bjarga sér úr vandræðunum. Sú saga kemst á kreik að Áskell sé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.