Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 148

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 148
146 EIRÍKUR GUÐMUNDSSON ANDVARI Ef til vill verður það okkur ævinlega um megn að lýsa slíkri reynslu til fulls á sama hátt og dauðastundinni verða sennilega aldrei gerð skil í orðum. I lýsingum sem þessari af óhugnanlegri reynslu Olafs, bólufaraldri, ótíð og óendanlegu mótlæti íslensku landnemanna er dauðinn orðinn að ástandi lífsins. Sagan segir frá því að grafir þurfti að taka í klakaða jörð niður á annan metra, bólan setti rauða bletti á enni fólks sem breiddust út um lík- amann og urðu að sakleysislegum vatnsblöðrum sem breyttust í ýldukaun (320-1). Flugnavargur, gaddur og skyrbjúgur - öllu þessu er fjálglega lýst í sögunni - gerðu vonir margra vesturfara að engu. Slíkar lýsingar eru þrátt fyrir allt fáséðar í íslenskum skáldsögum enda sér sögumaður ástæðu til að taka fram að saga bréfafólksins eigi sér stórfenglegt markmið - „[. . .] er- indi til okkar sem enn lifum, og ætlum að sættast við dauðann með því að skilja lífið, og eins fyrir þá sem eftir okkur koma [. . .]“ (200). Ólafur fíólín trúir í lok sögu ekki á að guð leggi líkn með þraut, hefur enda ekki ástæðu til þess. Á sama hátt og stólræður séra Einars í sögu Björns voru fáránlega á skjön við hversdaglegan veruleika Hraunfólksins eru vísanir landstjórans Moses Taylor til rauna Jobs fánýt orð sem gagnast ekki manni sem hefur horfst í augu við afskræmd andlit og gaddfreðin lík. Á köflum sækja að manni efasemdir um að tungumál skáldsögunnar nái fullkomlega utan um reynslu söguhetjunnar. Hið hefðbundna form hennar, fullvissan um að hún endurskapi reynslu og heim á raunsannan hátt, virðist á einhvern hátt grafa undan mætti hennar til að miðla stórum harmleik. Hildarleikur Ólafs ætti að bera okkur að tómi sem liggur handan mæra- reynslunnar þar sem orðin - þau sömu og sagan upphefur sem dýrgrip kyn- slóðanna - duga ekki lengur; þar sem sannleikurinn undir yfirborðinu er hulinn, svo vitnað sé í sögu Josephs Conrads, lnnstu myrkur, sem einnig byggir á samslætti frásagnar og ferðar er leiðir í ljós óbærilegan hrylling.6 Ríkidæmið í lífi forfeðranna sem sögumaður getur um í upphafi sögunnar byggist á yfirþyrmandi upplifun sem er að einhverju leyti handan þess sem við getum skilið. „Lausn“ sögunnar á þessu vandamáli er fólgin í fyrr- nefndri fjarlægð skrásetjarans frá söguefninu; samanburði á kjörum vestur- faranna og þess sem skráir sögu þeirra rúmri öld síðar. Pessi lausn á þó meira skylt við flótta en fullnægjandi svar. Skáldsagan sættir okkur ekki við dauðann heldur innlimar „dauðadæmda hérvist mannslíkamans“ í orðræðu sem á vissan hátt fletur hana út. Á sama hátt og hinni klassísku hugsun var fyrirmunað að glíma við tilvist mannsins ýtir skáldsagan harmi Ólafs á und- an sér og skilur hann eftir bugaðan en þó ekki án vonar þótt allt virðist endalokunum merkt. Slík hugsun, þar sem maðurinn sem sjálfstætt þekk- ingarsvið kemst ekki fyrir í nákvæmu skipulagi heimsins, nær með skírskot- un til algildrar formgerðar Gamla testamentisins utan um sögulegar ófarir þeirrar þjóðar sem flúði land, en hún tjáir ekki persónuleg örlög einstakl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.