Andvari - 01.01.1996, Síða 148
146
EIRÍKUR GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Ef til vill verður það okkur ævinlega um megn að lýsa slíkri reynslu til fulls
á sama hátt og dauðastundinni verða sennilega aldrei gerð skil í orðum. I
lýsingum sem þessari af óhugnanlegri reynslu Olafs, bólufaraldri, ótíð og
óendanlegu mótlæti íslensku landnemanna er dauðinn orðinn að ástandi
lífsins. Sagan segir frá því að grafir þurfti að taka í klakaða jörð niður á
annan metra, bólan setti rauða bletti á enni fólks sem breiddust út um lík-
amann og urðu að sakleysislegum vatnsblöðrum sem breyttust í ýldukaun
(320-1). Flugnavargur, gaddur og skyrbjúgur - öllu þessu er fjálglega lýst í
sögunni - gerðu vonir margra vesturfara að engu. Slíkar lýsingar eru þrátt
fyrir allt fáséðar í íslenskum skáldsögum enda sér sögumaður ástæðu til að
taka fram að saga bréfafólksins eigi sér stórfenglegt markmið - „[. . .] er-
indi til okkar sem enn lifum, og ætlum að sættast við dauðann með því að
skilja lífið, og eins fyrir þá sem eftir okkur koma [. . .]“ (200). Ólafur fíólín
trúir í lok sögu ekki á að guð leggi líkn með þraut, hefur enda ekki ástæðu
til þess. Á sama hátt og stólræður séra Einars í sögu Björns voru fáránlega
á skjön við hversdaglegan veruleika Hraunfólksins eru vísanir landstjórans
Moses Taylor til rauna Jobs fánýt orð sem gagnast ekki manni sem hefur
horfst í augu við afskræmd andlit og gaddfreðin lík.
Á köflum sækja að manni efasemdir um að tungumál skáldsögunnar nái
fullkomlega utan um reynslu söguhetjunnar. Hið hefðbundna form hennar,
fullvissan um að hún endurskapi reynslu og heim á raunsannan hátt, virðist
á einhvern hátt grafa undan mætti hennar til að miðla stórum harmleik.
Hildarleikur Ólafs ætti að bera okkur að tómi sem liggur handan mæra-
reynslunnar þar sem orðin - þau sömu og sagan upphefur sem dýrgrip kyn-
slóðanna - duga ekki lengur; þar sem sannleikurinn undir yfirborðinu er
hulinn, svo vitnað sé í sögu Josephs Conrads, lnnstu myrkur, sem einnig
byggir á samslætti frásagnar og ferðar er leiðir í ljós óbærilegan hrylling.6
Ríkidæmið í lífi forfeðranna sem sögumaður getur um í upphafi sögunnar
byggist á yfirþyrmandi upplifun sem er að einhverju leyti handan þess sem
við getum skilið. „Lausn“ sögunnar á þessu vandamáli er fólgin í fyrr-
nefndri fjarlægð skrásetjarans frá söguefninu; samanburði á kjörum vestur-
faranna og þess sem skráir sögu þeirra rúmri öld síðar. Pessi lausn á þó
meira skylt við flótta en fullnægjandi svar. Skáldsagan sættir okkur ekki við
dauðann heldur innlimar „dauðadæmda hérvist mannslíkamans“ í orðræðu
sem á vissan hátt fletur hana út. Á sama hátt og hinni klassísku hugsun var
fyrirmunað að glíma við tilvist mannsins ýtir skáldsagan harmi Ólafs á und-
an sér og skilur hann eftir bugaðan en þó ekki án vonar þótt allt virðist
endalokunum merkt. Slík hugsun, þar sem maðurinn sem sjálfstætt þekk-
ingarsvið kemst ekki fyrir í nákvæmu skipulagi heimsins, nær með skírskot-
un til algildrar formgerðar Gamla testamentisins utan um sögulegar ófarir
þeirrar þjóðar sem flúði land, en hún tjáir ekki persónuleg örlög einstakl-