Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 120

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 120
118 JÓN KARL HELGASON ANDVARI að ef tækni Hrafnkötlu væri borin saman við efnismeðferð einhverra fræg- ustu bóksagna heimsbókmenntanna, svo sem nóvellunnar Michael Kohl- haas eftir Heinrich von Kleist, kæmi í ljós að sagan væri, „þegar á allt er lit- ið, ein hin fullkomnasta stutta bóksaga (short novel), sem til er í heimsbók- menntunum11.23 Önnur röksemd fyrir meintri aðild Halldórs að íslenska skólanum felst í þeirri ákvörðun hans að taka Hrafnkels sögu til útgáfu árið 1942, líkt og til stuðnings við rannsókn Sigurðar Nordals frá 1940. Þessi tengsl eru inn- sigluð með því að titill beggja verkanna er sá sami: Halldór nefnir útgáfu sína Hrafnkötlu, en mér skilst að sá titill hafi ekki verið notaður á söguna áður en Sigurður tók hann upp á riti sínu. Þegar samhengið milli Hrafnkötlu Sigurðar og Halldórs liggur ljóst fyrir er freistandi að greina sambærileg tengsl milli ritsins Á Njálsbúð eftir Einar Ólaf Sveinsson frá 1943 og útgáfu Halldórs á Brennunjálssögu frá 1945. Pau tengsl blasa raunar við í eftirmála Halldórs þar sem hann kvartar yfir því að meirihluti fræðimanna hafi byggt ófullnægjandi rannsóknir sínar „á þeim misskilningi, að Brennunjálssaga væri sagnfræðirit, reyndar mjög fátæklegt og valt“.24 Eina undantekningin frá þeirri reglu sé rit Einars Ólafs um söguna sem að sögn Halldórs er „samið af manni með nútíðar- hugmyndir um bókmenntir og menntuðum sem vorum tímum sæmir“ (s. 416). Svo virðist sem Halldór hafi orðið fyrir umtalsverðum áhrifum frá þess- um góðvini sínum. í eftirmála ræðir hann um þá „heimspeki“ eða „lífs- speki“ sem í sögunni birtist (s. 417-18), en í því orðalagi má greina bergmál frá umræðu Einars Ólafs um „lífsskoðanir“ Njáluhöfundar.25 Halldór hrós- ar höfundi sögunnar ennfremur fyrir stílsnilld, frásagnargáfu og fjölbreytta persónusköpun en um öll þessi atriði fjallar Einar Ólafur ítarlega í bók sinni. Hvað eftir annað vísar Halldór til sögunnar sem skáldverks; „að því er málið snertir,“ segir hann meðal annars, eru fá eða ekkert íslenskt skáld- rit „meira nútímarit en Brennunjálssaga“ (s. 415).26 Slíkar athugasemdir og viðleitni Halldórs til að draga þessi nútímaeinkenni fram (með því að gefa íslendingasögur út með nútímastafsetningu, án sagnfræðilegra skýringa, korta o.s.frv.) eru í samræmi við þá stefnuskrá íslenska skólans sem Sig- urður Nordal sendi frá sér árið 1940.27 IV Ég þykist nú hafa fært nokkur rök fyrir því að Halldór Laxness geti talist óopinber meðlimur íslenska skólans. Eftir er að skýra á hvern hátt hann var þeirra djarfastur, jafnvel svo djarfur að Sigurði Nordal þótti nóg um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.