Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 141

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 141
ANDVARI OFBELDI TÍMANS 139 yfir mögnuðu skipulagi, merkingu sem ekki verður frá henni tekin. Og í skáldsögu Kristínar Ómarsdóttur, Dyrunum þröngu, tottar klukkan í klukkuturninum snuð sitt og fellir óteljandi tár meðan hún horfir eftir óteljandi barnavögnum, líkt og til að undirstrika þrá mannsins eftir bernsku sinni og bláum hyl minninganna; týndum tíma sem hann telur sér trú um að hafi glatast á ákveðnum tímapunkti eða smám saman á vegferð hans til fullorðinsára: „Svo sterk er þrá tímans eftir ungviðinu“ (99). I sög- um þeirra Björns Th. Björnssonar (Hraunfólkið) og Böðvars Guðmunds- sonar (Híbýli vindanna) er einnig leitast við að stífla tímafljótið með því að fletta upp í skjölum sem leynast í kirkjubókum, annálum eða gömlum skó- kössum fullum af bréfum sem geyma sögur um óblíð örlög forfeðra okkar. Þessar sögur framkalla annarleika sem á einhvern hátt festir okkar eigin hugsun í sessi og setur mark sitt á skáldskap um söguleg efni á síðustu ára- tugum. Markmið þeirra gæti verið það eitt að benda á verðmæti fortíðar- innar og þau göfugu sannindi að mannskepnan er aldrei ný: um æðar okkar rennur gamalt blóð. Þannig finnur sögumaðurinn í Híbýli vindanna fyrir örlögum forfeðra sinna eins og byrði, „ekki þungri en brothættri“ (8). Tím- inn skreppur saman og nemur staðar í Hraunfólki Björns á alfullkomnu vori þegar garg veiðbjöllunnar berst upp að hlaði Heiðarbæjar og elsk- endur leggja grunn að framtíð sinni í andstöðu við ríkjandi hugmyndir um ætt og staðfestu á meðan skarðatungl syndir frjálst út í himininn. Drauma- land skáldskaparins er þannig ekki einvörðungu hjartastaður þar sem þráin á sér ímyndaðan eða raunverulegan samastað heldur alls staðar þar sem skjól er fyrir kolsvörtum heimi hið ytra og innra sem breytist ört og illa, eins og segir í sögu Steinunnar (sjá 330); alls staðar þar sem skáldskapurinn breytir ofbeldi tímans í blikandi öldur og upphaf og endir takast í hendur. Tímatorgið opnast eins og stelpa sem lyftir pilsi sínu í hnígandi síðdegis- sólinni.3 I. Innansveitarkróníka Björn Th. Björnsson: Hraunfólkið í hartnær hálfa öld höfðu Þingvellir verið týnt pláss meðal hreppa landsins. Allt frá því Stefánungar vildu ekki húka lengur í slagviðrinu undir Hallinum og Magnús lög- maður reið í síðasta sinn með bókina vestur um Kjósarskarð hafði þetta fámenna og fátæka pláss ekki legið á tungum manna. Sveitin hafði kúrt í sínu smáa og einskis- verða amli, einhverjir dáið og einhverjir gifzt, en engra tíðinda þaðan að spyrja sem í bréf yrðu bókuð eða í annála færð; (Hraunfólkið, 238). Saga Björns Th. Björnssonar hefst á því að Magnús lögmaður Ólafsson ríð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.