Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 141
ANDVARI
OFBELDI TÍMANS
139
yfir mögnuðu skipulagi, merkingu sem ekki verður frá henni tekin. Og í
skáldsögu Kristínar Ómarsdóttur, Dyrunum þröngu, tottar klukkan í
klukkuturninum snuð sitt og fellir óteljandi tár meðan hún horfir eftir
óteljandi barnavögnum, líkt og til að undirstrika þrá mannsins eftir
bernsku sinni og bláum hyl minninganna; týndum tíma sem hann telur sér
trú um að hafi glatast á ákveðnum tímapunkti eða smám saman á vegferð
hans til fullorðinsára: „Svo sterk er þrá tímans eftir ungviðinu“ (99). I sög-
um þeirra Björns Th. Björnssonar (Hraunfólkið) og Böðvars Guðmunds-
sonar (Híbýli vindanna) er einnig leitast við að stífla tímafljótið með því að
fletta upp í skjölum sem leynast í kirkjubókum, annálum eða gömlum skó-
kössum fullum af bréfum sem geyma sögur um óblíð örlög forfeðra okkar.
Þessar sögur framkalla annarleika sem á einhvern hátt festir okkar eigin
hugsun í sessi og setur mark sitt á skáldskap um söguleg efni á síðustu ára-
tugum. Markmið þeirra gæti verið það eitt að benda á verðmæti fortíðar-
innar og þau göfugu sannindi að mannskepnan er aldrei ný: um æðar okkar
rennur gamalt blóð. Þannig finnur sögumaðurinn í Híbýli vindanna fyrir
örlögum forfeðra sinna eins og byrði, „ekki þungri en brothættri“ (8). Tím-
inn skreppur saman og nemur staðar í Hraunfólki Björns á alfullkomnu
vori þegar garg veiðbjöllunnar berst upp að hlaði Heiðarbæjar og elsk-
endur leggja grunn að framtíð sinni í andstöðu við ríkjandi hugmyndir um
ætt og staðfestu á meðan skarðatungl syndir frjálst út í himininn. Drauma-
land skáldskaparins er þannig ekki einvörðungu hjartastaður þar sem þráin
á sér ímyndaðan eða raunverulegan samastað heldur alls staðar þar sem
skjól er fyrir kolsvörtum heimi hið ytra og innra sem breytist ört og illa,
eins og segir í sögu Steinunnar (sjá 330); alls staðar þar sem skáldskapurinn
breytir ofbeldi tímans í blikandi öldur og upphaf og endir takast í hendur.
Tímatorgið opnast eins og stelpa sem lyftir pilsi sínu í hnígandi síðdegis-
sólinni.3
I. Innansveitarkróníka
Björn Th. Björnsson: Hraunfólkið
í hartnær hálfa öld höfðu Þingvellir verið týnt pláss meðal hreppa landsins. Allt frá
því Stefánungar vildu ekki húka lengur í slagviðrinu undir Hallinum og Magnús lög-
maður reið í síðasta sinn með bókina vestur um Kjósarskarð hafði þetta fámenna og
fátæka pláss ekki legið á tungum manna. Sveitin hafði kúrt í sínu smáa og einskis-
verða amli, einhverjir dáið og einhverjir gifzt, en engra tíðinda þaðan að spyrja sem í
bréf yrðu bókuð eða í annála færð; (Hraunfólkið, 238).
Saga Björns Th. Björnssonar hefst á því að Magnús lögmaður Ólafsson ríð-