Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 135
ANDVARI
„AÐ HUGSA ER AÐ BERA SAMAN“
133
heldur. Engu að síður er það rétt að bókfestukenningin gerði íslenskum
sagnfræðingum um nokkurt skeið erfitt fyrir að átta sig á möguleikum ís-
lendingasagna sem heimilda,30 og því er fróðlegt að sjá að Sigurður Nordal
var að hugleiða þau efni á sjötta áratug aldarinnar. Hann hafði í rauninni
leyst vandann, kannski án þess að koma auga á að þarna væri við nokkurn
verulegan vanda að etja.
Orsakir sagnaritunar
Sé spurt um aðrar sagnfræðilegar nýjungar í Fragmenta er því fyrst til að
svara að þau eru drög að riti um fornsögur íslendinga og því miklu minna
þjóðarsögurit en íslensk menning I. Fragmenta ultima hverfast um fjögur
viðfangsefni sem öll tengjast þó í heild: (1) að rökstyðja bókfestukenning-
una um sagnaritun; (2) að verja sögurnar sem þjóðareign fslendinga; (3) að
ræða gildi fornsagnanna fyrir nútímann; (4) að glíma við spurninguna hvers
vegna íslendingar eignuðust slík framúrskarandi sögurit á miðöldum. Allt
mundi þetta líklega flokkast frekar sem bókmenntasaga en þjóðarsaga ef
við þyrftum að greina þar á milli. En það þurfum við raunar ekki að gera,
sem betur fer, því - vonandi sagt með pínulítið nordælsku orðalagi - hvað
væri þjóðin án bókmenntanna eða bókmenntirnar án þjóðarinnar?
Tvö fyrrnefndu viðfangsefnin hafa verið býsna nálægt því að vera útrædd
mál þegar Fragmenta voru rituð, seint á sjötta áratug aldarinnar. Öflugustu
andstæðingar höfundar, sagnfestumenn og þeir sem vildu gera sögurnar
norskar eða bara germanskar, voru fallnir frá án þess að hafa eignast
nokkra lærisveina sem tækju merki þeirra upp. Par kann að vera komin
skýringin á því að íslensk menning II kom ekki út um daga höfundar.
Drögin að ritinu hljóta að hafa virst stórum úreltari þá en þau eru nú. Þau
hafa öðlast nýtt gildi fyrir okkur, að hluta til vegna þess að fræðimenn hafa
aftur tekið að gefa sig að munnlegum bakgrunni sagnanna, þótt enginn
muni hafa um hann sömu skoðanir og gömlu sagnfestumennirnir, að hluta
til vegna þess að gamla deilan um sagnfestu og þjóðlegan eignarrétt að sög-
unum er nú komin í sögulega fjarlægð sem gerir hvern hugkvæman og
snjallan texta um efnið að hnýsilegu lestrarefni. Fragmenta eru þannig í
aðra röndina heimildasafn um rannsóknasögu fornsagnanna, flestum slík-
um verðmætara vegna þess hvað það er hnyttilega orðað, auðugt af tilvís-
unum í allar áttir og skrifað af heitri tilfinningu.
Þriðja viðfangsefnið, gildi fornsagnanna fyrir okkur, er vissulega sígilt,
meðan nokkur maður hirðir um sögurnar. Öll sú umræða gæti verið gott
dæmi um það sem ég hef drepið á, hvernig Sigurður tekur sér sífellt stöðu í