Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1996, Page 135

Andvari - 01.01.1996, Page 135
ANDVARI „AÐ HUGSA ER AÐ BERA SAMAN“ 133 heldur. Engu að síður er það rétt að bókfestukenningin gerði íslenskum sagnfræðingum um nokkurt skeið erfitt fyrir að átta sig á möguleikum ís- lendingasagna sem heimilda,30 og því er fróðlegt að sjá að Sigurður Nordal var að hugleiða þau efni á sjötta áratug aldarinnar. Hann hafði í rauninni leyst vandann, kannski án þess að koma auga á að þarna væri við nokkurn verulegan vanda að etja. Orsakir sagnaritunar Sé spurt um aðrar sagnfræðilegar nýjungar í Fragmenta er því fyrst til að svara að þau eru drög að riti um fornsögur íslendinga og því miklu minna þjóðarsögurit en íslensk menning I. Fragmenta ultima hverfast um fjögur viðfangsefni sem öll tengjast þó í heild: (1) að rökstyðja bókfestukenning- una um sagnaritun; (2) að verja sögurnar sem þjóðareign fslendinga; (3) að ræða gildi fornsagnanna fyrir nútímann; (4) að glíma við spurninguna hvers vegna íslendingar eignuðust slík framúrskarandi sögurit á miðöldum. Allt mundi þetta líklega flokkast frekar sem bókmenntasaga en þjóðarsaga ef við þyrftum að greina þar á milli. En það þurfum við raunar ekki að gera, sem betur fer, því - vonandi sagt með pínulítið nordælsku orðalagi - hvað væri þjóðin án bókmenntanna eða bókmenntirnar án þjóðarinnar? Tvö fyrrnefndu viðfangsefnin hafa verið býsna nálægt því að vera útrædd mál þegar Fragmenta voru rituð, seint á sjötta áratug aldarinnar. Öflugustu andstæðingar höfundar, sagnfestumenn og þeir sem vildu gera sögurnar norskar eða bara germanskar, voru fallnir frá án þess að hafa eignast nokkra lærisveina sem tækju merki þeirra upp. Par kann að vera komin skýringin á því að íslensk menning II kom ekki út um daga höfundar. Drögin að ritinu hljóta að hafa virst stórum úreltari þá en þau eru nú. Þau hafa öðlast nýtt gildi fyrir okkur, að hluta til vegna þess að fræðimenn hafa aftur tekið að gefa sig að munnlegum bakgrunni sagnanna, þótt enginn muni hafa um hann sömu skoðanir og gömlu sagnfestumennirnir, að hluta til vegna þess að gamla deilan um sagnfestu og þjóðlegan eignarrétt að sög- unum er nú komin í sögulega fjarlægð sem gerir hvern hugkvæman og snjallan texta um efnið að hnýsilegu lestrarefni. Fragmenta eru þannig í aðra röndina heimildasafn um rannsóknasögu fornsagnanna, flestum slík- um verðmætara vegna þess hvað það er hnyttilega orðað, auðugt af tilvís- unum í allar áttir og skrifað af heitri tilfinningu. Þriðja viðfangsefnið, gildi fornsagnanna fyrir okkur, er vissulega sígilt, meðan nokkur maður hirðir um sögurnar. Öll sú umræða gæti verið gott dæmi um það sem ég hef drepið á, hvernig Sigurður tekur sér sífellt stöðu í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.