Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 104

Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 104
102 ÁRNI SIGURJÓNSSON ANDVARI vitnað sé í ritdóm eftir Magnús Jónsson í Eimreiðinni (1921, 120). Yfirleitt voru ritdómar um þessa bók þó vinsamlegir og einhvers staðar var tekið fram að sagan um ódáinsveigarnar væri tilvalin lesning fyrir presta. ★ Árið 1923 birti Sigurjón Jónsson safn með þremur ævintýrum í lítilli bók sem hann nefndi einfaldlega Æfintýri I. Bókin er kannski ekki síst merk vegna þess að hún var myndskreytt af Jóhannesi Kjarval. Hafði hún að geyma alllanga sögu um náttúruvætti nokkra, Konung íslands, sem hafði hásæti á Snæfellsjökli og Öræfajökli og seiddi til sín menn frá Noregi til að nema land. Einnig er minnst á skessu sem býr á suðvesturhorninu og étur menn (ReykjavíE). Hugmyndirnar um náttúruvættir féllu vel að hug- myndaheimi Kjarvals, og varpar sagan ljósi á verk hans, bæði myndverkin og bækurnar. I tengslum við útgáfu Ævintýra birti dagblaðið Vísir viðtal við Sigurjón og má af því skilja að sumum hefur þótt kverið kyndugt, jafnt texti sem myndir, en myndirnar útskýrir skáldið vandlega fyrir blaðamann- inum. Eftir því sem næst verður komist er þetta eina viðtalið við Sigurjón sem birst hefur á prenti. Skáldsögurnar Árið 1921 sendi Sigurjón Jónsson frá sér stutta skáldsögu, sem nefnist Fagri-Hvammur, allsérkennilegt verk, þar sem endurholdgunartrúin er áberandi, en víða eru líflegir sprettir með sveitalífsmyndum inn á milli.5 Ása heitir stúlka í sögunni og hrífst hún af frásögn um mann sem fórnaði lífi sínu fyrir náunga sinn. Hún verður skotin í pilti sem heitir Geiri og hitt- ast þau á fallegum stað sem heitir Fagri-Hvammur og þar fylgjast þau með álfum í dulmögnuðum sjónauka; þarna ætla þau að eiga framtíðarheimili sitt. Nú kemur önnur persóna til sögunnar og það er hann Jón á Hóli. Ása segir að sér geðjist ekki að þessum kunningja Geira. „Það er svo kisulegt á honum andlitið. Augun í honum eru svo lítil og stingandi. Hann er svo sæt- máll. (...) Það er líka æfinlega vínlykt af þér, þegar þú kemur frá hon- um,“ segir hún. Seinna fær Jón Geira til að skrifa upp á ábyrgðarskjal fyrir son sinn, og reiknar þó með að hann muni verða gjaldþrota. Við þetta missir Geiri eigur sínar og geðbilast. Ása hatar Jón fyrir hið illa verk upp frá því, en þó bjargar hún honum frá því að drukkna í ísilagðri á og kostar til þess lífi sínu, eins og hana hafði dreymt um forðum. í næsta kafla fær lesandinn svo að vita að þetta fólk hafi allt lifað áður; í einhverri fortíð er Ása nunna í klaustri þarna í dalnum, Geiri er ábóti og Ása elur honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.