Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 91
andvari
hinn langi og skæri hljómur
89
hafði framar öðru gildi fyrir höfunda sagna og leikrita en átti lítið að veita
persónulegri og táknhlaðinni tjáningu ljóðlistar. Einars verður líka fyrst og
fremst minnst sem sagnameistara.
Ljóðmæli Einars, sem hann gaf út 1893 og voru endurútgefin nokkuð
aukin í tilefni af 75 ára afmæli hans, er lítið kver sem hefur einkum að
geyma fáein persónuleg ljóð og tækifæriskvæði á stundum gleði og sorgar í
lífi vina hans. Kvæðin eru hefðbundin að allri gerð og ekki frumleg. Best
tekst honum að tjá hlýjar og innilegar tilfinningar sorgar eða vináttu. Nátt-
úrumyndir hans eru raunsæilegar og stundum freistar hann þess að ljá þeim
táknlegt gildi að hætti Hannesar Hafsteins. Vel tekst honum túlkun gam-
alla ævintýraminna og mætti líta svo á að aðferð hans þar benti í átt til
komandi franskættaðrar táknstefnu nýrómantíkur. Líklega er þekktasta
kvæði hans af þeim toga „Sjötta ferð Sindbaðs" og hefur oft verið vitnað til
síðasta erindis þess sem eins konar spásagnar um höfuðviðfangsefni síðari
helftar þroskaára skáldsins:
— Svo brýt eg og sjálfur bátinn minn
og berst inn í gljúfra-veginn. -
Við förum þar loksins allir inn. -
En er nokkuð hinumegin?
Eins og áður var sagt fékkst Einar nokkuð við leiklist í Winnipeg og fyrst
eftir komuna til Reykjavíkur. Hann þekkti því að einhverju marki „lögmál
leiksviðsins“ eins og stundum er talað um á hátíðlegum stundum.
Eftir hann liggja fjögur leikrit: Lénharður fógeti (1913), Syndir annarra
(1915), Hallsteinn og Dóra (1931) og Jósafat (1932). Hið síðast nefnda var
leikgerð af einni skáldsögu hans.
Með Lénharði fógeta mætti segja að Einar hefði um val á viðfangsefni og
notkun þess gengið í nýrómantíska slóð Jóhanns Sigurjónssonar sem þá
hafði fyrir skömmu öðlast frægð fyrir þjóðsagnaleikrit sitt Fjalla-Eyvind. í
meira samræmi við hefð vandamálaumræðu borgaralegs raunsæis var
Syndir annarra, fjölskyldudrama í ibsenskum stíl, sem í senn tók upp raun-
sæisþráðinn frá Indriða Einarssyni í Skipið sekkur og benti fram til hins
»vel gerða leikrits“ (piéce bien faite) úr smiðju Guðmundar Kambans.
Síðari leikritin tvö bættu naumast nokkru við verðleika höfundarins sem
leikritaskálds og ekkert leikritanna býr yfir því gildi mikils skáldskapar sem
bestu sögur hans geyma.
Eað var sem sagnaskáld, höfundur smásagna og skáldsagna, að Einar H.
Kvaran skóp bestu listaverk sín og mótaði ákveðið skeið í bókmenntum
°kkar. Hann gaf út fjögur smásagnasöfn auk nokkurra sagna sem birtust í
blöðum og tímaritum. Þau voru Vestan hafs og austan (1901), Smœlingjar
(1908), Frá ýmsum hliðum (1913) og Sveitasögur (1923). Skáldsagnagerð