Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1996, Page 91

Andvari - 01.01.1996, Page 91
andvari hinn langi og skæri hljómur 89 hafði framar öðru gildi fyrir höfunda sagna og leikrita en átti lítið að veita persónulegri og táknhlaðinni tjáningu ljóðlistar. Einars verður líka fyrst og fremst minnst sem sagnameistara. Ljóðmæli Einars, sem hann gaf út 1893 og voru endurútgefin nokkuð aukin í tilefni af 75 ára afmæli hans, er lítið kver sem hefur einkum að geyma fáein persónuleg ljóð og tækifæriskvæði á stundum gleði og sorgar í lífi vina hans. Kvæðin eru hefðbundin að allri gerð og ekki frumleg. Best tekst honum að tjá hlýjar og innilegar tilfinningar sorgar eða vináttu. Nátt- úrumyndir hans eru raunsæilegar og stundum freistar hann þess að ljá þeim táknlegt gildi að hætti Hannesar Hafsteins. Vel tekst honum túlkun gam- alla ævintýraminna og mætti líta svo á að aðferð hans þar benti í átt til komandi franskættaðrar táknstefnu nýrómantíkur. Líklega er þekktasta kvæði hans af þeim toga „Sjötta ferð Sindbaðs" og hefur oft verið vitnað til síðasta erindis þess sem eins konar spásagnar um höfuðviðfangsefni síðari helftar þroskaára skáldsins: — Svo brýt eg og sjálfur bátinn minn og berst inn í gljúfra-veginn. - Við förum þar loksins allir inn. - En er nokkuð hinumegin? Eins og áður var sagt fékkst Einar nokkuð við leiklist í Winnipeg og fyrst eftir komuna til Reykjavíkur. Hann þekkti því að einhverju marki „lögmál leiksviðsins“ eins og stundum er talað um á hátíðlegum stundum. Eftir hann liggja fjögur leikrit: Lénharður fógeti (1913), Syndir annarra (1915), Hallsteinn og Dóra (1931) og Jósafat (1932). Hið síðast nefnda var leikgerð af einni skáldsögu hans. Með Lénharði fógeta mætti segja að Einar hefði um val á viðfangsefni og notkun þess gengið í nýrómantíska slóð Jóhanns Sigurjónssonar sem þá hafði fyrir skömmu öðlast frægð fyrir þjóðsagnaleikrit sitt Fjalla-Eyvind. í meira samræmi við hefð vandamálaumræðu borgaralegs raunsæis var Syndir annarra, fjölskyldudrama í ibsenskum stíl, sem í senn tók upp raun- sæisþráðinn frá Indriða Einarssyni í Skipið sekkur og benti fram til hins »vel gerða leikrits“ (piéce bien faite) úr smiðju Guðmundar Kambans. Síðari leikritin tvö bættu naumast nokkru við verðleika höfundarins sem leikritaskálds og ekkert leikritanna býr yfir því gildi mikils skáldskapar sem bestu sögur hans geyma. Eað var sem sagnaskáld, höfundur smásagna og skáldsagna, að Einar H. Kvaran skóp bestu listaverk sín og mótaði ákveðið skeið í bókmenntum °kkar. Hann gaf út fjögur smásagnasöfn auk nokkurra sagna sem birtust í blöðum og tímaritum. Þau voru Vestan hafs og austan (1901), Smœlingjar (1908), Frá ýmsum hliðum (1913) og Sveitasögur (1923). Skáldsagnagerð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.