Andvari - 01.01.1996, Síða 48
46
EINAR ÓLAFSSON
ANDVARI
herafli hafður hér, að stríðinu loknu.“ Þetta var í samræmi við þá
stefnu sem sósíalistar höfðu haft áóur en stríðið hófst, að íslendingar
færu fram á það við fjögur ríki, England, Frakkland, Bandaríkin og
Sovétríkin, að þau lýstu yfir því, að þau skoðuðu árás á ísland sem
árás á sig, og tækju að sér vernd íslands með þessu móti.32 „Við meg-
um aldrei falla til fóta áhrifasvæðakenningunni,“ sagði hann í grein í
Þjóðviljanum 17. júní 1944. En í þessari þingræðu lagði Brynjólfur
líka áherslu á að íslendingar kappkostuðu að gera sambúðina við
ameríska setuliðið sem vandræðaminnsta en halda djarflega á öllum
rétti sínum. „Það er sama, hvort alþýðumaðurinn í hermannakufli á
heima í Bandaríkjunum, Bretlandi eða í öðrum löndum, hagsmunir
hans eru alls staðar hinir sömu. . . Þeir munu reynast beztu íslend-
ingarnir, sem hafa hina sósíalísku alþjóðahyggju að leiðarvísi í allri
sinni framkomu.“ En alla tíð lagði Brynjólfur mikla áherslu á að losa
Island út úr þessu hernaðarsambandi hvert sem form þess hefur ver-
ið. Það varð grundvallarbaráttumál upp frá þessu.
Á fyrstu árum sínum herti Sósíalistaflokkurinn mjög á baráttunni
fyrir óflokksbundnu verkalýðssambandi. Á Alþýðusambandsþingi
haustið 1940 var loks samþykkt að skilja það frá Alþýðuflokknum.
Og nú tókst að sameina hin klofnu verkalýðsfélög. í árslok 1941 hófu
verkalýðsfélögin baráttu fyrir bættum kjörum sem harðnaði upp úr
áramótum og náði hámarki þegar leið á árið 1942. Þótt Alþýðuflokk-
urinn drægi sig út úr ríkisstjórninni þegar hún setti bráðabirgðalög á
verkalýðshreyfinguna í ársbyrjun 1942 hélt hann og Alþýðusam-
bandsforystan mikið til að sér höndum meðan á þessari baráttu stóð
en Sósíalistaflokkurinn sýndi verkamönnum virkan stuðning og
margir forystumenn í aðgerðunum komu úr hans röðum.
Með sigri verkalýðsins í kjaradeilunum og kosningasigrum Sósíal-
istaflokksins 1942 breyttust valdahlutföllin á íslandi. Það varð ekki
gengið framhjá þeim flokki sem Alþingi lýsti tveim árum fyrr óalandi
og óferjandi. Staða sósíalista breyttist líka mjög eftir að Þjóðverjar
réðust á Sovétríkin í júní 1941 og síðan áttu þeir ágætt samstarf við
hina flokkana vegna kjördæmamálsins 1942 og undirbúnings lýðveld-
isstofnunarinnar. Flermann Jónasson og hans armur í Framsóknar-
flokknum fóru að gæla við hugmynd um vinstri stjórn með þátttöku
Sósíalistaflokksins og eftir haustkosningarnar lagði Ólafur Thors til
að mynduð yrði nefnd allra þingflokka til að freista þess að mynda