Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Síða 146

Andvari - 01.01.1996, Síða 146
144 EIRÍKUR GUÐMUNDSSON ANDVARI Ólafs þiggur að gjöf frá frelsishetjunni, á hrottalegan hátt; og biður dreng- inn að flá hræið. Tíðin þar áður hafði verið Ólafi góð, heimurinn jafnvel vinalegur: hann eignaðist hljóðfæri föður síns, kynntist tréskurðarjárnun- um, hinum heillandi póstlúðri, Fjölni, Leirgerðarlögunum og náttúru heið- arinnar. Með hundshræinu sýnir heimurinn honum hins vegar sitt rétta andlit: „„Einu sinni var lífið fallegt“, hugsaði hann. „Það var gaman að vakna á morgnana og sælt að sofna á kvöldin. Lífið á að vera þannig. Og þannig er það ekki hér. Ég fer.““ (78). Vetrarmaður verður hann norðan heiðar þar sem hann kynnist konu sinni, Sæunni Hjálmarsdóttur. Líkt og Kristjáni Magnússyni í sögu Björns gengur honum illa að hafa hemil á holdi sínu og þarf að þola aðskilnað við konu sína og börn af þeim sökum. Hann hrekst á milli hreppa, hagleikur hans á tré er ekki metinn að verð- leikum. Frásögnin af hokri þeirra á íslandi er hörmungunum merkt og svo fer að þau bregða búi og láta glepjast af fagurgala um betra líf í Vestur- heimi. Þegar nánar er að gáð virðist þessi saga hafa þegið fleira frá átjándu öld en bréfaformið. Samhengi og rökhugsun textans fær ekkert kollvarpað. Að baki býr sjálfvirkt flokkunarkerfi, tilvist söguhetjunnar er felld inn í reglu sem minnir um margt á það hvernig menn skipulögðu heiminn á ofanverðri sautjándu og átjándu öld samkvæmt franska heimspekingnum Michel Foucault.5 A þeim tíma var tilvera mannsins ekki dregin í efa á hennar eig- in forsendum. Maðurinn var hvorki skapari, höfundur né guð heldur var hlutverk hans það eitt að útskýra skipan heimsins í ljósi óvefengjanlegra hugmynda. Forsenda slíks þekkingarstarfs fólst í því að tæki lýsingarinnar væri áreiðanlegt og gegnsætt. Tungumálið var strangt til tekið ekki til og átti sér engan annan stað en lýsinguna, það var ekki sá torræði og dularfulli hluti heimsins sem það var á endurreisnartímanum þegar menn hugsuðu heiminn í ljósi líkinga þar sem hvert einasta fyrirbæri tengdist öðru á flók- inn hátt. Hlutverk hugsuða var að lýsa þeirri reglu sem þegar var fyrir hendi í náttúrunni, líkt og Eggert Ólafsson gerði í Ferðabókinni um miðja átjándu öld. Menn trúðu því með öðrum orðum að lýsingin gæfi kórrétta mynd af sönnu skipulagi heimsins. Þekkingarstarfi mannsins - hvort sem hann setti saman „töflu“ yfir eldfjöll, steintegundir eða jurtir - var hins vegar ekki hægt að lýsa. Það var af þessum sökum sem Foucault fann manninum engan stað í klassískri hugsun. Svo tekin sé líking af myndverki, líkt og Foucault gerir sjálfur í upphafi Orða og hluta, þá komst maðurinn ekki inn á myndina án þess að skipulag hennar tæki róttækum breytingum, líkt og gerðist að hans mati í lok átjándu og í upphafi þeirrar nítjándu þeg- ar hugsunin tók nýja stefnu - sjálfsverunni var með öðrum orðum haldið í skefjum. Af þessum sökum birta til dæmis sjálfsævisögur átjándu aldar manna sársaukafulla sjálfsafneitun sem jaðrar við meinlæti; sérkenni ein-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.