Andvari - 01.01.1996, Page 29
andvari
BRYNJÓLFUR BJARNASON
27
Til starfa
Þegar leið á árið 1923 tókst að hemja verðbólguna í Þýskalandi og
þar með var lokað þessari leið auralítilla erlendra stúdenta til að
komast þar af. Brynjólfur lagði af stað heim í janúar 1924. Einar og
Ársæll komu heim um svipað leyti. Einar fór beint heim til Akureyr-
ar og var fljótlega kominn á kaf í pólitískt starf, sem hann hefur lýst í
bók sinni Kraftaverk einnar kynslóðar. Brynjólfur og Ársæll settust
að í Reykjavík.
„Okkur þótti góður fengur hafa borizt okkur,“ sagði Hendrik
Ottósson í bók sinni Vegamót og vopnagnýr (s. 56), „er þessir félagar
komu heim. Þeir voru manna bezt að sér í fræðilegum efnum og
héldu opt fyrirlestra. Við hinir, sem heima höfðum setið, höfðum
ekki haft tíma til þess að iðka fræðilegt nám sosialismans nema að
mjög litlu leyti. Við höfðum átt í þrasi við andstæðinga og verið önn-
um kafnir í félagsmálum.“ Brynjólfur skrifaði greinaflokk sem hét
„Kommúnisminn og bændur“ og birtist í Rétti á árunum 1925-28. Ái-
ið 1926 hélt hann fyrirlestra fyrir Alþýðufræðslu Stúdentafélagsins
um jafnaðarstefnuna fyrir daga Karls Marx og hina efnislegu sögu-
skoðun og rakti þar heimspekilegar og hugmyndasögulegar forsend-
Ur sósíalismans og marxismans. Þessir fyrirlestrar voru prentaðir í
Rétti 1929 og 1930. Þar birtist líka árið 1928 þýðing Brynjólfs á at-
hugasemdum Karls Marx við stefnuskrá þýska verkalýðsflokksins
með formála og eftirmála Brynjólfs, en þessi grein Marx hefur þótt
sígilt innlegg í deilur kommúnista og sósíaldemókrata og birtist um
Þær mundir sem uppgjörið var að verða milli þeirra hér á landi. Auk
ótal greina undir nafni eða nafnlaust í Verklýðsblaðinu og Pjóðvilj-
anum átti Brynjólfur eftir að skrifa mikið í Rétt og munar þar mest
um innlenda víðsjá sem hann skrifaði að staðaldri á árunum 1940-57.
En þar til fyrsta heimspekirit hans kom út 1954 réðu hin aðkallandi
pólitísku verkefni nær öllum skrifum hans og ræðum.
Þeir Brynjólfur og Ársæll tóku strax til starfa á þeim vettvangi sem
um var að ræða, Félagi ungra kommúnista og Jafnaðarmannafélag-
inu og Alþýðuflokknum gegnum það. Snemma árs 1924 var stofnað
Samband ungra kommúnista, en þá höfðu verið stofnuð félög ungra
kommúnista á örfáum stöðum utan Reykjavíkur. Hendrik varð for-