Andvari - 01.01.1996, Side 42
40
EINAR ÓLAFSSON
ANDVARI
fótum en álitið hafði verið. Mikið hefur verið gert úr stefnulegum
kollsteypum Kommúnistaflokks íslands og Kominterns. Hér eru eng-
in tök á að fara náið út í þessar stefnubreytingar, enda er það flókið
mál og verður að taka tillit til aðstæðna bæði hér á landi og á heims-
vísu, einkum þó í Evrópu, og í Sovétríkjunum æ meir eftir því sem
fram í sótti. En í þessu sambandi verður líka að hafa í huga að
Kommúnistaflokkur íslands var ekki aðeins aðili að Alþjóðasam-
bandi kommúnista heldur beinlínis deild í því og því var stefna Al-
þjóðasambandsins líka stefna flokksins. Stefnumótun innanlands
varð að vera í samræmi við stefnu heimsflokksins.
Á árunum 1934-5, þegar farið er í ríkari mæli að sækjast eftir sam-
starfi við Alþýðuflokkinn í heild í stað þess að miða bara við sam-
fylkingu neðan frá, þá er ekki nóg að einblína á stefnubreytingu
Kominterns, heldur verður líka að líta til þess að samfylkingin að
neðan, samfylking verkafólksins sjálfs, hafði styrkst mjög og mynd-
aði þrýsting á forystu flokkanna að taka upp samstarf, enda fór sam-
fylking milli verkalýðsflokkanna smám saman að myndast úti á landi
strax haustið 1935.28 Jafnframt var Kommúnistaflokkurinn sjálfur far-
inn að skjóta traustari rótum og því voru aðstæður til samfylkingar
með Alþýðuflokknum orðnar allt aðrar.
Brynjólfur skrifaði grein í Rétt skömmu eftir þingið og gerði grein
fyrir hinni nýju samfylkingarstefnu. Hann lýsti aðstæðum á þessa
leið: Það sem breyst hefur er að fasisminn hefur færst nær. Til þess
að tryggja sigur fólksins er nauðsynlegt að skapa bandalag hins sam-
einaða verkalýðs við alla aðra hluta hins vinnandi fólks og samfylk-
ingu kommúnistaflokkanna og hinna endurbótasinnuðu alþýðu-
flokka og í mörgum tilvikum hinna frjálslyndu borgaraflokka eða
hluta þeirra. Skilgreining fasismans er óbreytt. Hin afturhaldssama,
landvinningaþyrsta auðvaldsklíka þarf á fasismanum að halda til að
velta byrðum kreppunnar yfir á herðar hins vinnandi fólks, yfirstíga
markaðsvandræði sín með því að stofna til styrjalda, jafna verkalýðs-
samtökin við jörðu og til þess að ráðast með hervaldi á Sovétlýðveld-
in. Hin nýja samfylkingarstefna á fullt erindi hingað, enda heldur
kreppan áfram að skerpast og kemur nú þyngra niður á allri alþýðu
en nokkru sinni fyrr. Hér er Ihaldsflokkurinn argasti óvinur fólksins
í landinu, en annar höfuðóvinur íslenskrar alþýðu er breska auðvald-
ið, breska yfirdrottnunarstefnan. Og hún heimtar að íhaldið verði
tekið inn í ríkisstjórnina, að mynduð verði sambræðslustjórn íhalds-