Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 11
Páll Jakob Briem.
5
Iijá stjórninni. Á þinginu 1887 var það borið fram
á ný, og var Páll einn af llutningsmönnum þess og
síðan kosinn í nefnd er í það var sett. Frumvarpið var í
öllum aðalatriðum óbreytt, eins og það hafði áður verið
samþykkt. Málið halðist l'ram í neðri deild, en varð
óútrætt i efri deild, aðallega fyrir öflug samtök
hinna konungkjörnu þingmanna. Á þessu þingi var
sett atvinnulaganefnd, með því að harðindi mikil
höfðu þá dunið yflr landið og voru því horfur allt
annað en góðar. Sú nefnd kom fram með frum-
varp um forðabúr og lieyásetning í sveitum, og var
Páll framsögumaður þess, og barðist fyrir því af
miklu kappi; sýndi hann í því máii hve mikinn á-
huga hann hafði þá þegar á búnaðarmálefnum, og
kom það þó enn betur í ljós síðar. Frumvarpið var
fellt en jafnan var Páli síðan annt um það mál. Að
öðru leyti tók hann talsverðan þátt í þingstörfum það
sumar, án þess þó að láta neitt sjerlega mikið til sín
taka; hann var þá líka bæði ungur og óreyndur
þingmaður.
Á næsta þingi 1889 ljet hann aptur á móti mjög
mikið til sín taka. Ben. Sveinsson var það sumar
forseti í Nd., svo að aðrir urðu að bera stjórnar-
skrármálið fram, og voru þeir helztir llutningsmenn
síra Sigurður Stefánsson og P. Br., og var liann síðan
kosinn framsögumaður málsins. Nokkrar breytingar
liöfðu verið gjörðar á frumvarpinu til þess að gjöra
það aðgengilegra fyrir stjórnina, og var sú breyting
helzt, að í stað þess, sem svo var ákveðið í hinum
eldri frumvörpum, að konungur eða landstjóri ætti
að staðfesta lögin frá alþingi, sem þótti harla óá-
kveðið, var nú ákAæðið, að landstjóri ætti að stað-
festa lögin, en þó þannig, að konungur gæti ónýtl
staðfcstinguna innan ákveðins tíma, ef honum þætti
lögin viðsjárverð »sökum sambands íslands og Dan-