Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 12
6
Páll Jakob Briein.
merkur«, en annars ekki. Frumvarpið gekk greiðlega
í gegn um neðri deild.
Þegar málið kom til Ed. var því tekið þar lík-
legar ,en nokkru sinni fyr, þó voru gjörðar á því all-
verulegar breytingar og voru þessar helztar: 1. Tekin
inn í frumvarpið tilvitnun í stöðulögin, 2. Konungur
getur látið jarl (þannig breytt fyrir landstjóra) fram-
lcvæma allar stjórnarathafnir hjer á landi, en eptir
frumvarpi Nd. átti landstjóri að framkvæma þær.
3. Konungur gat ónýtt allar staðfestingar laga, er jarl
hafði gjört. 4. Landsyfirdómur átti að dæma í mál-
um gegn ráðgjöfunum, en eptir frumvarpi Nd. átti
landsdómur þ. e. landsyfirdómur og Ed. að gjöra
það. 5. Til efri deildar átti konungur að kveðja 4,
en amtsráðin áttu að kjósa liina 8, eða 2 hvert þeirra,
því þá var jafnframt ráðgjört að skipta amtsráði
Norður- og Austuramtsins í tvö amtsráð, sem síðar
lcomst á.
Þetta var hin nafnfræga »miðlun«, og það var
vitanlegt, að hún var til orðin með samkomulagi
milli hinna konungkjörnu annarsvegar, og Jóns Ólafs-
sonar, sem þá átti sæti í efri deild, Páls Briem og
þeirra fylgismanna í báðum deildum hins vegar.
Svona langt hafði málið aldrei komizt, að fá nokkurt
fylgi lijá hinum konungkjörnu. En Ben. Sveinsson,
Sig. Stefánsson og fleiri álitu þessar breytingar
hinar háskalegustu, og vildu eigi sveigja til í neinu,
heldur halda fram frumvarpi Nd. óbreyttu, og þó meiri
hluti nefndarinnar í Nd., eða aðallega P. Br. lýsti því
yíir, að ekki kæmi til mála að samþykkja frumvarp
Kd. óbreytt, þá íjekkst það með engu móti að taka
málið á dagskrá í Nd. Ben. Sv. sem forseta tókst
með ýmsum brögðum, sem mörgum gazt ekki að,
að hindra það. Það hefði þó verið öldungis óhætt,
því tími var þá svo áliðinn, að málið liefði eigi getað
orðið fullrætt, og þó frumvarpið hefði verið sam-