Andvari - 01.01.1907, Page 14
8
Páll Jakob Briem.
mönnum; það var frá upphafi bert, að ekkert sam-
komulag gat orðið milli »miðlunarmanna« og »hinna
tryggu leVfa«, en svo nefndu þeir Skúli sig og sína
flokksmenn. I3eir höfðu meiri hluta í Nd. og beittu
valdi sínu fast, svo að miðlunarmenn voru í fáar
nefndir kosnir. Páll var auðvitað mest útilokaður,
ekki kosinn í nefnd í neinu stórmáli, og framsögu-
maður að eins í einu smámáli. Þetta jók mjög á
úlfúðina og kom hún einkum í Ijós við umræðurnar
um stjórnarskrármálið. Urðu ræður manna í því
svo persónulegar og nærgöngular, að til óvirðingar
var fyrir þingið, og liafa aldrei síðan orðið aðrar
eins, ekki einu sinni á hinum síðustu og verstu tím-
um. Því verður alls elcki neitað, að Páll Br. átti að
nokkru leyti upptökin, en svörin, sem til hans tjellu,
voru aptur harla óvægin og ósanngjörn; mátti heita,
að allur þingheimur væri í æsingi um sumarið.
Stjórnarskrármálinu laulc svo, að það var fellt í Ed.,
og var það kennt P. Br. og fylgismönnum hans, því
að þeir hefðu í þingbyrjun gjört samtök við hina
konungkjörnu um kosningu lil Ed. er tryggðu þessi
úrslit, og var það ekki tilhæfulaust.
Árin 1887 og 1889 var Páll kosinn annar end-
urskoðandi landsreikninganna. Án þess að nokkru
leyti að kasta steini á þá menn, sem fyr eða síðar
hafa haft þennan starfa á hendi, þori jeg að fullyrða,
að aldrei hefur verið eins ýtarleg endurskoðun og
eins samkvæm stjórnarskránni sem þá, og hún var
nær eingöngu verk Páls, um það er mjer persónu-
lega kunnugt. Arnarstapaumboð var þá komið í
hina mestu óreiðu eptir undanfarandi hallærisár og
misjafna umboðsmennsku, hann tók sig því til og
rannsakaði það mál allt frá rótum, og er áliL hans
um það heil ritgjörð, bæði fróðleg og skarplega
rituð.
Þó að Páll Br. talaði opt á þingi, og það langt,