Andvari - 01.01.1907, Side 21
Páll Jakob Briem.
15
ingi. Með henni vildi hann sýna það og sanna, að
íslendingar væru ómenntaðastir allra þjóða, er nokkra
menntun hefðu, og .vildu langminnst fyrir hana gjöra.
Hann fór mjög hörðum orðum í þessu efni, »get jeg
eigi sagt annað, en að í menntamálum alþýðu ráði
rjettnefnd andleg horkóngapólitík, og að íslenzka
þjóðin sje af öllum þjóðum í Norðurálfunni, að
Tyrkjum einum undanskildum, mestur andlegur hor-
kóngur« (Lögfr. 4. árg. bls. 89). Hann sýndi það
með tölum, að á íslandi væri lagt afarlítið til mennta-
mála í samanburði við aðrar þjóðir, þetta tillag þyrfti
því að auka að miklum mun; við það mundu að
vísu vaxa álögur, en það gæti landið vel þolað. »Á-
lögur lijer á landi eru mjög litlar á móti því, sem
þær eru i siðuðum löndum, og þetta er eðlilegt« (s. st.
bls. 105). í þessu sambandi vil jeg geta þess, að
Páll Br. aðhylltist ekki þá skoðun, sem eins og kunn-
ugt er, hefur verið haldið fram bæði fyr og einkum
nú á síðustu árum, að ekkert land í heimi legði fram
eins mikið til embættismanna og ísland; hann var á
alveg gagnstæðri skoðun, hann hafði skrifað ritgjörð
um þetta efni, og sýndi í henni fram á með óyggj-
andi rökum, að það væri síður en svo. Ritgjörð þessi
átti að koma út í Lögfræðingi, en úr því varð þó
ekki, enda liætti ritið að koma út árið 1901.
Ritgjörðin um menntunarástandið eins og hún
var skrifuð, hinar sterku lullyrðingar um menntunar-
leysi Islendinga, og þá ekki síður um, að þeir væru
fullfærir um að þola hækkuð útsvör og skatta, hlaut
að vekja mótmæli, eins og hann líka bjóst við. Það
þurfti djörfung og hug til þess að lialda þessu livoru-
tveggja, og þó einkum hinu síðara fram, því það var
orðið trúaratriði, og er reyndar enn, að alþýða fái
eigi risið undir almennum gjöldum, sem enginn þorði
að andæfa, sizt sá, sem leitaði kosninga, eða á ann-
an hátt vildi ná hylli alþýðu. En P. Br. hugsaði