Andvari - 01.01.1907, Side 23
Páll Jakob Briem.
17
liaft mestar mætur; það var hans mesta yndi að fást
við liagskýrslur og bera saman ástand íslands í ýms-
um greinum við tilsvarandi í útlöndum. Þetta kem-
ur víða fram í ritgjörðum hans, einkum i ritgjörð
hans um menntamálið ; hann varð því mæta vel að
sjer í allri fjárhagspólitík. Því var það, að liann var
fenginn til að semja frumvarp um veðdeild við lands-
bankann, og var það samþykkt að heita má óhreytt
á þingi og kom út sem lög 12. jan. 1900; voru þau
til mikilla bóta þá.
Með konungsúrskurði 13. nóvbr. 1901 var skip-
uð milliþinganefnd í fátækra- og sveitarstjórnarmál-
um, og var P. Br. skipaður í hana, og um leið for-
maður hennar; af ýmsum ástæðum hafði sú nefnd
starfað mjög lítið, þegar hann dó; var það skaði
mikill, því auk þess sem liann hafði mikla þekking
á málinu frá embættisstörfum sínum, þá hafði liann
einnig með vanalegu kappi sökkt sjer niður í það mál,
og nálega um ekkert annað liugsað liin 2 síðustu ár
æfi sinnar, lesið feiknin öll um það mál eins og þvi
er fyrirkomið í útlöndum, en lítið al' því skrifað
niður.
Páll Briem sagði mjer einu sinni, að liann liefði
heitið því árið 1891, þegar hann sat síðast á þingi,
að hann skyldí ekki skipta sjer af stjórnmálum í
næstu 10 ár; liann hafði þá litla trú, eða rjettara
sagt beina ótrú á ýmsum þeim mönnum, sem þá
höl'ðu forustuna á þingi, og liafði enga von um neinn
árangur í aðalmáli þjóðarinnar, stjórnarskrármálinu,
meðan þeir væru ráðandi. Þegar breytt var um
stefnu í því máli, fyrst á þingi 1895, og síðar 1897,
hefði mátt búast við því eptir undanfarandi afskipt-
um hans af málinu, að liann hefði verið þeim stefnu-
breytingum sinnandi, en svo var þó eigi; hann Ijet
sig málið í fyrstu litlu skipta, en undir niðri var
hann beint á móti hinni svonefndu Valtýsku, en rjelt
Andvari XXXII. 2