Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 26
20
Páll Jakob Briem.
kosli ekki um fyrir honum. Á þingi 1902 var eins
og kunnugt er stjórnarfrumvarpið samþykkt í einu
liljóði, og var þá þing roflð, og boðað til almennra
kosninga í júní 1903. Hann bauð sig þá fram á ný
í Húnavatnssýslu, og hafði þá sjálfur vissa von um
að ná kosningu, en það tókst heldur ekki í það sinn,
og tók hann sjer það mjög nærri.
Með stjórnarskipunarlögum 3. okthr. 1903 var
þingmannatala aukin um 4, og eptir öðrum lögum
s. d. átti Akureyrarkaupstaður að kjósa einn þeirra.
Við þá kosningu í september 1904 bauð P. Br. sig
þar fram og náði hann þar kosningu; liafði liann
þannig á ný eptir mikla örðugleika og þrátt fyrir
mikla mótspyrnu öðlast sæti á alþingi, en honum
átti ekki að auðnast að seljast í það.
Við hina nýju stjórnarskipun voru amtmanns-
embættin lögð niður frá 1. október 1904, og voru
amtmennirnir þá settir á biðlaun. íslandsbanki var
þá nýstofnaður, og var P. Br. skipaður 3. forstjóri
hans, aðallega sem lögfræðislegur ráðanautur. Það
var starl', sem hann var einkar vel fallinn til, og hann
gekk að því með áliuga og gleði. Launakjör lrans
urðu einnig á þennan hátt, meðan hann naut biðlauna,
betri en meðan hann var amlmaður. Hann ilutti því
alfarinn suður haustið 1904.
Af því sem að framan er ritað, og er þó drepið
á margt aðeins stuttlega, er það Ijóst, að Páll Briem
hefur starfað mikið í þarfir þjóðarinnar, þó æíi hans
yi'ði eigi löng. Hann var hinn mesti starfsmaður,
las annaðhvort eða skrifaði allan daginn fram ánótt;
var það næsta ótrúlegt, hvað hann gat boðið sjer í
því efni, og var hann þó jafnan heilsutæpur og opt
laslmrða, en viljinn var óbilandi. Hann hafði ágæt-
ar gáfur, rnikla dómgreind og hvassan skilning, hann
hugsaði Jjósl og ýtarlega hvert vandamál frá rótum
og á allar liliðar, því þó hann væri opl fljótfær i