Andvari - 01.01.1907, Side 32
2(i
Af suðurgöngu
þjóðar, sem hann unni svo lieitt og einlæglega og var
staðráðinn í að helga alt sitt líf og krafta. Hann
leit svo á, að það væri skylda sín við föðurland sitt,
að gera sig sem hæfastan til að vinna því gagn, og
aðallega í þeim tilgangi að auka hæíileika sina i þá
átt, vildi liann kynna sér sem hezt, áður heim kæmi,
líf og háttu annara þjóða. En það var ekki aðeins
óbeinlínis, að hann vildi vinna föðurlandi sínu gagn
með ferðalögum þessum, lieldur einnig beinlínis; því
að bæði girntist liann að koma nokkru því til vegar
í föðurlandi sínu, sem hann fengi að sjá í hinum
miklu menningarlöndnm og þriíist gæti á Islandi, og
eins að geta frætt landa sína um lífernisháttu þeirra
höfuðþjóða, sem hann kyntist.
Það var þannig áform séra Tómasar að rita
íérðahók og hyrjaði liann á því þegar á fyrstu árun-
um eftir heimkomu sína, en æfin entist ekki til að
Ijúka því verki, og var það skaði mikill. Það sem
hann hafði lokið við að mestu, og enn er til í eigin-
handarriti höfundarins, mundi ef prentað væri, lylla
nálægt 20 örkum meðalstærðar. Sá kafli ferðabólcar-
brotsins, sem hér kemur fyrir almenningssjónir á
hundraö ára afmæli liöfundarins, er tekinn eftir
vönduðu afriti Hallgríms sál. Melsteðs hókavarðar,
sem nú er í eigu minni, en sjálft frumhandritið
er nú eign landsbókasafnsins í Reykjavík. Heíi ég
þó borið afritið á þessum kalla, er hér birtist, vand-
lega saman við frumhandritið.
Kafli sá, er hér birtist, segir frá ferðinni frá Leip-
zig til Prag og þaðan inn í Bayern. Eru þá liðnir
tveir mánuðir síðan er hann hóf ferð sína frá Kaup-
mannahöfn 7. júní um vorið (1832), en mestan þann
tíma hefir hann dvalið í Berlín. Er alt að því helm-
ingur lérðabókar-brotsins um dvölina þar, sem hann
lætur mjög vel yfir, enda segir hann beinlínis, að sér