Andvari - 01.01.1907, Page 38
32
Af suðurgöngu
úður og malaðar eður steyitar sundur, og |þetta] sigtað,
svo ei séu korn i; er ei meira af þessu hvorutveggja til
samans, en að svari svo sem íjórða parti móti leir-
efninu. Ur öllu þessu er með regnvatni á vorum
grautur ger, og látinn standa þar til fer að ólga; af
deiginu er þá myndað með höndum eður í mótum
það sem gera skal, spilkómur, diskar og annað; er
það þá þurkað og síðan brent í þar til gerðum ofni;
síðan er það glerað; til glerunar —það er að skilja,
til að búa til barðari skorpu, svo ílátið því betur
megi við sliti, — er liaft sem áður gler og gips og
porcelainsbrot, eður hið sama efni sem til bins eig'-
inlega deigs að undanteknu höfuðleirefninu, sem nú
mýkti of mikið; er það eins meðfarið og áður, mul-
ið og hrært saman við regnvatn í eðju og ílátinu þar
í dýft; siðan eru þau þurkuð og lögð í mótin og
síðast látin í porcelains-ofninn. Er hann gerður af
porcelains»steinum«, þar eð ekkert annað efni gæti
þolað svo strangan liita. Að öðru leyti plagar sér-
hver verksmiðja að dylja fyrir öðrum út í frá, bversu
liann eiginlega gerður er. — — Mest af öllu eykur
málunin kostnað porcelains-íláta, sem að sönnu er
einasta til prýði, en sem þó tímanna þarfafjöldi
(luxus) útheimlir, svo ílátanna útvortis sé efnisgæð-
um samsvarandi. Slíkar smíðar eru eiginlega ei öðr-
um ætlaðar en þeim, sem vandað geta til liúss síns.
Litirnir eru gerðir af námukalki ýmsu og gleri, sem
steylt er sundur og brært saman við einslags olíu,
svo þar af verði nokkurs konar kvoða og dregnir
síðan á ílátið að öllu leyti sem þá málað er; er það
að því búnu þá enn bakað við eld, svo það verði
bart sem gler. Hefi ég livergi séð þvílík málverk
svo snildarlega af hendi leyst sem einmitt þar í Meis-
sen; hefi ég þó skoðað porcelainið í Wien og Paris
sem nafntogaðast er. Voru margar stolur, bvar upp
var raðað öllu því, sem verksmiðjan liafði fyrirliggj-